fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Heimir Hallgríms fékk símtal úr mjög óvæntri átt

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 14:52

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Þróttar Vogum sem verða nýliðar í Lengjudeild karla á næsta ári höfðu samband við Heimi Hallgrímsson í þeim tilgangi að kanna áhuga hjá honum fyrir því að taka við liðinu. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr.Football í dag.

,,Þeir hringdu í Heimi Hallgrímsson, þeir tékkuðu á honum og könnuðu hvort hann væri til í þetta, Heimir sagði náttúrulega nei,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af gestum þáttarins Dr. Football.

Þróttur Vogum eru í þjálfaraleit en Hermann Hreiðarsson stýrði liðinu upp úr 2. deildinni á síðasta tímabili og tók síðan við ÍBV og mun stýra liðinu í efstu deild á næsta ári.

Heimir Hallgrímsson er án starfs eftir að hafa yfirgefið katarska liðið Al-Arabi. Hann hafði verið orðaður við þjálfarastarfið hjá karlaliði Stjörnunnar en fyrr í dag varð ljóst að Ágúst Gylfason tekur við í Garðabænum. Heimir er því enn á lausu og það verður spennandi að sjá hvaða verkefni hann tekur að sér næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum