fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Kærastan harðneitar að hafa ekið yfir maka sinn – Myndskeið í umferð

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. október 2021 22:15

Jesé og Aurah - Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aurah Ruiz, kærasta knattspyrnumannsins Jese Rodriguez, neitar því að hafa keyrt yfir leikmanninn á dögunum. Myndband fór í dreifingu fyrr í vikunni þar sem mátti sjá mann haltra í burtu eftir að keyrt hafði verið á hann. Sá maður á að hafa verið Jese.

,,Ég hef ekki keyrt yfir neinn. Þetta er alvarleg lygi. Ég mun ekki láta það viðgangast að fólk segi mig hafa ekið yfir maka minn,“ sagði Ruiz.

Samband Jese og Ruiz hefur verið stormasamt. Þau hafa til að mynda farið gegn hvoru öðru fyrir rétt þar sem Ruiz sakaði þennan fyrrum leikmann Paris Saint-Germain og Real Madrid um að sinna ekki hlutverki sínu sem faðir sonar þeirra. Komist var að samkomulagi í því máli í fyrra.

,,Ég veit að það hefur margt komið upp á milli okkar sem við erum ekki stolt af en við elskum samt hvort annað og ég myndi aldrei keyra yfir hann,“ sagði Ruiz.

Sjálfur tók Jese fyrir slúðrið á miðvikudag eftir æfingu með félagi sínu, Las Palmas. ,,Virðið mig og hættið að birta falsfréttir.“

Jese kom til Las Palmas snemma á þessu ári eftir að hafa farið á hinum ýmsu lánssamningum frá PSG á árunum sínum fjórum þar. Frá París var hann lánaður til Stoke City, Real Betis, Sporting og Las Palmas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester