fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Þetta verða lokaorð Arnars við leikmannahóp Víkings fyrir bikarúrslitaleikinn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 13:30

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir leikmenn sína staðráðna í að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Víkingur Reykjavík mætir ÍA í úrslitaleik bikarkeppni karla á laugardaginn.

Mikil spenna er fyrir leiknum, Víkingar reyna að verja titilinn og Skagamenn geta nælt í sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan árið 2003 sem yrði þá tíundi bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins karlamegin.

Víkingar geta skráð sig á spjöld sögunnar sem handhafar bæði Íslands- og bikarmeistaratitilsins, það hefur ekki gerst áður í sögu félagsins.

Þetta verður einnig síðasti leikur varnarmannanna og fyrrum landsliðsmannanna Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar á ferlinum. Arnar segir leikmenn staðráðna í því að reyna hjálpa þessum reynsluboltum með að enda ferilinn

,,Það verða eiginlega bara lokaorðin er við höldum út á völl, að skrifa sig á spjöld sögunnar og hjálpa þeim að enda ferilinn sinn eins og þeir eiga skilið að enda ferilinn sinn.“

,,Ef að þeir (Kári og Sölvi) hefðu verið spurðir að því þegar að þeir hófu ferilinn sinn hvernig þeir vildu að tveir af síðustu leikjum þeirra myndu verða þá yrði svarið örugglega að einn leikurinn væri úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn og næsti yrði um bikarmeistaratitilinn,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur.

Það yrði ótrúlegur endir og í raun fullkominn endir á ferli Kára og Sölva að hampa bikarmeistaratitlinum og innsigla tvennuna.

,,Þetta er handrit sem er voðalega erfitt að skilja, þetta er eiginlega fáranlega gott handrit,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í samtali við blaðamann 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar