fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Þetta verða lokaorð Arnars við leikmannahóp Víkings fyrir bikarúrslitaleikinn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 13:30

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir leikmenn sína staðráðna í að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Víkingur Reykjavík mætir ÍA í úrslitaleik bikarkeppni karla á laugardaginn.

Mikil spenna er fyrir leiknum, Víkingar reyna að verja titilinn og Skagamenn geta nælt í sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan árið 2003 sem yrði þá tíundi bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins karlamegin.

Víkingar geta skráð sig á spjöld sögunnar sem handhafar bæði Íslands- og bikarmeistaratitilsins, það hefur ekki gerst áður í sögu félagsins.

Þetta verður einnig síðasti leikur varnarmannanna og fyrrum landsliðsmannanna Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar á ferlinum. Arnar segir leikmenn staðráðna í því að reyna hjálpa þessum reynsluboltum með að enda ferilinn

,,Það verða eiginlega bara lokaorðin er við höldum út á völl, að skrifa sig á spjöld sögunnar og hjálpa þeim að enda ferilinn sinn eins og þeir eiga skilið að enda ferilinn sinn.“

,,Ef að þeir (Kári og Sölvi) hefðu verið spurðir að því þegar að þeir hófu ferilinn sinn hvernig þeir vildu að tveir af síðustu leikjum þeirra myndu verða þá yrði svarið örugglega að einn leikurinn væri úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn og næsti yrði um bikarmeistaratitilinn,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur.

Það yrði ótrúlegur endir og í raun fullkominn endir á ferli Kára og Sölva að hampa bikarmeistaratitlinum og innsigla tvennuna.

,,Þetta er handrit sem er voðalega erfitt að skilja, þetta er eiginlega fáranlega gott handrit,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í samtali við blaðamann 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni