fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Skagahjartað verður lagt til hliðar – „Á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 21:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, er spenntur fyrir því að mæta sínu uppeldisfélagi í bikarúrslitaleik karla á laugardaginn. Arnar hóf feril sinn með ÍA og varð Íslandsmeistari í tvígang sem leikmaður með liðinu.

Arnar hikar ekki þegar hann er spurður að því af blaðamanni 433.is hvort að Skagahjartað verði lagt til hliðar á laugardaginn.

,,Já algjörlega. Ég er náttúrulega fæddur og uppalinn á Skaganum og maður vill sínum klúbbi alltaf vel. Það var mjög mikil ánægja hjá mér þegar að ég frétti af því að þeir hefðu bjargað sér frá falli. Ég held að það sé vilji flestra að Skaginn sé í efstu deild og að standa sig vel en á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið,“ var svar Arnars við spurningu blaðamanns.

Tímabilið hjá ÍA í ár hefur verið tvískipt. Þeim gekk heilt yfir illa í Pepsi-Max deildinni en náðu að bjarga sér frá falli á lokametrunum. Þeir hafa tengt saman sigurleiki og Arnar býst við krefjandi leik á laugardaginn.

,,Ég met þá sem hættulega, þeir eru búnir að tengja saman sigurleiki og björguðu sér á ævintýralegan hátt frá falli í deildinni. Það þýðir það að þeir eru fullir sjálfstrausts og upp í skýjunum eðlilega. Þegar að maður hefur sjálfstraust þá hefur maður einhvað extra forskot. Það má þó ekki gleyma því að gengi okkar hefur verið frábært, við höfum unnið tíu leiki í röð og fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“