fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Segir að það sé augljóst að eitthvað hafi komið upp á hjá Sterling og Guardiola

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 20:15

Raheem Sterling fagnar hér marki fyrir enska landsliðið / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane telur að það sé nokkuð augljóst að eitthvað hafi komið upp á milli Raheem Sterling og Pep Guardiola.

Sterling samdi við Manchester City árið 2015 og hefur unnið Ensku úrvalsdeildina þrisvar, deildarbikarinn fjórum sinnum og FA bikarinn einu sinni á tíma sínum hjá félaginu. Á þessum tíma hefur hann spilað yfir 300 leiki og var algjör lykilmaður hjá Guardiola á tímabili.

Sterling var úti í kuldanum hjá Guardiola undir lok síðasta tímabils og með komu Jack Grealish er spilatíminn minni. Sterling er þó lykilmaður í enska landsliðinu en Gareth Southgate er afar hrifinn af kappanum.

„Það er augljóslega eitthvað sem gerðist hjá honum og Pep, það er eitthvað í gangi þarna. Þeir fengu Grealish inn fyrir 100 milljónir punda í hans stöðu í sumar,“ sagði Keane við ITV.

„Hann á 20 mánuði eftir á samningi og það er langur tími. Hann þarf bara að einbeita sér.“

„Southgate er mikill aðdáandi Raheem og hann mun alltaf byrja þar, sama hvaða vandamál er í gangi hjá félagsliðinu hans.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Svakalega auðvelt hjá Liverpool – Gerrard sótti annan sigur

Enska úrvalsdeildin: Svakalega auðvelt hjá Liverpool – Gerrard sótti annan sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erkifjendur vilja leikmann Juventus í janúar

Erkifjendur vilja leikmann Juventus í janúar
433Sport
Í gær

Gömul ummæli Ralf Rangnick rifjuð upp – Shaw og Ronaldo gætu verið í vandræðum

Gömul ummæli Ralf Rangnick rifjuð upp – Shaw og Ronaldo gætu verið í vandræðum
433Sport
Í gær

Xavi vill halda umdeildum leikmanni – Telur hann eiga mikið inni

Xavi vill halda umdeildum leikmanni – Telur hann eiga mikið inni