fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Knattspyrnustjórinn taldi að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um möguleg félagsskipti Messi til Parísar

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 12:00

Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Paris-Saint Germain, hefur viðurkennt að hafa talið yfirmann knattspyrnumála, Leonardo, vera að grínast í sér þegar að sá síðarnefndi hringdi í hann og tilkynnti honum að Lionel Messi gæti verið á leið til félagsins.

Messi, sem er talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, kom á frjálsri sölu frá Barcelona í ágúst síðastliðnum.

„Leonardo hringdi í mig og sagði mér að það væri möguleiki á því að Messi væri á leiðinni til okkar. Ég hugsaði með sjálfum mér að hann væri að grínast, en það rann upp fyrir mér síðar að hann væri að segja þetta af alvöru,“ sagði Pochettino í viðtali á dögunum.

Hann greindi einnig frá því að hafa fengið símtal frá Leonardo öll kvöld síðan þá og þangað til að félagsskiptin voru staðfest.

„Ég verð að hrósa Leonardo fyrir þessi fagmannlegu vinnubrögð. Það tók hann aðeins tvo til þrjá daga að ganga frá samningum við besta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Paris-Saint Germain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins