fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Heimir Hallgrímsson hafnaði metnaðarfullu tilboði úr Garðabænum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 13:42

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur tekið ákvörðun um að taka ekki við Stjörnunni. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á Twitter síðu sinni.

Heimir hafði samkvæmt fréttum verið í viðræðum við Stjörnuna síðustu daga. „Heimir Hallgrímsson verður ekki þjálfari Stjörnunnar. Mjög metnaðarfull tilraun Garðbæinga og munaði litlu segja menn á Garðaflötinni. Núna eru Stjörnumenn í alvöru veseni með að finna þjálfara,“ skrifar Hjörvar á Twitter.

Heimir var þjálfari íslenska landsliðsins frá 2011 til 2018. Hann kaus þá að hætta með liðið eftir Heimsmeistaramótið.

Heimir fór þá til starfa í Katar og stýrði Al-Arabi í tvö og hálft ár. Hann lét af störfum í Katar en samkvæmt heimildum 433.is hefur fjöldi fyrirspurna komið á borð Heimis.

Heimir hefur farið í viðræður við nokkur félög en ýtt öðrum tilboðum frá sér. Hann hafði legið yfir tilboði Stjörnunnar síðustu daga samkvæmt fréttum en ákvað að lokum að hafna því. Ætla má að Heimir reyni að klófesta starf fyrir áramót en fjöldi deilda er á enda nú undir lok árs. Þar gæti Heimir fengið starf bæði á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum.

Þorvaldur Örlygsson lét af störfum á dögunum. Stjarnan reyndi að ráða Ólaf Jóhannesson sem hafnaði starfinu og tók við FH. Næstur var Heimir í röðinni.

Nú má ætla að Stjarnan reyni að klófesta Ólaf Kristjánsson, Jón Þór Hauksson eða Ágúst Gylfason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United staðfestir brottför Martial

Manchester United staðfestir brottför Martial
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Afríkukeppnin: Hakimi skaut Marokkó áfram í 8-liða úrslit

Afríkukeppnin: Hakimi skaut Marokkó áfram í 8-liða úrslit
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Stjörnur Liverpool tóku þátt í golfmóti í Dubai

Sjáðu myndirnar – Stjörnur Liverpool tóku þátt í golfmóti í Dubai
433Sport
Í gær

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Í gær

Arsenal boðið að fá leikmann Real Madrid á láni

Arsenal boðið að fá leikmann Real Madrid á láni