fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Gylfi fluttur til London – Verður áfram laus gegn tryggingu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið segir frá því í kvöld að Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton verði áfram laus gegn tryggingu á meðan lögreglan í Manchester skoðar mál hans.

Gylfi var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var aðeins í haldi í lögreglu í skamma stund og hefur síðan gengið laus í Bretlandi.

Fram hafði komið í fréttum að Gylfi yrði laus gegn tryggingu til 16 október. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins verður hann laus í lengri tíma. Að lokinni rannsókn tekur lögregla ákvörðun um að fella málið niður eða leggja fram ákæru.

Fréttablaðið segir einnig frá því að Gylfi hafi fyrir nokkru flutt til Lundúna þar sem hann heldur nú til.

Gylfi er í hópi bestu knattspyrnumanna í sögu Íslands en afrek hans með landsliðinu höfðu skrifað hann í sögubækurnar. Hann er samningsbundinn Everton á Englandi en félagið setti hann í leyfi á meðan rannsókn málsins er í gangi. Samningur Gylfa við Everton rennur út næsta sumar.

Nánar má lesa um málið á vef Fréttablaðsins

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill
433Sport
Í gær

Hjörvar segir að Viðar Örn gæti komið heim – ,,200% að fara að slá markametið“

Hjörvar segir að Viðar Örn gæti komið heim – ,,200% að fara að slá markametið“
433Sport
Í gær

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“