fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Stjarnan taldi Óla Jó vera á leiðinni í Garðabæ – Sigurbjörn verður aðstoðarmaður hans hjá FH

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 13:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Stjörnunnar töldu það nánast öruggt að Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari FH, yrði næsti þjálfari karlaliðs félagsins. Viðræður höfðu átt sér stað samkvæmt heimildum 433.is en Ólafur ákvað síðan að framlengja samning sinn við FH um tvö ár í byrjun októbermánaðar.

Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfarastöðunni hjá Stjörnunni í upphafi síðasta tímabils en árangurinn var undir væntingum. Stjarnan endaði í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar. Þorvaldur tók síðan að sér stöðu rekstrarstjóra hjá knattspyrnudeild félagsins og því ljóst að Stjarnan væri í þjálfaraleit.

Ólafur hafði tímabilið 2020 starfað sem þjálfari hjá Stjörnunni ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni við góðan orðstír en Ólafur lét síðan af störfum hjá félaginu í nóvember í fyrra. Undir stjórn Rúnars og Ólafs endaði Stjarnan í 3. sæti Pepsi-Max deildarinnar.

Ólafur tók við stjórn FH á nýaftstöðnu tímabili er Logi Ólafsson lét af störfum. FH endaði í 6. sæti í Pepsi-Max deildinni.

Þjálfaraleit Stjörnunnar heldur áfram en mörg stór nöfn hafa verið orðuð við starfið að undanförnu. Má þar nefna þjálfara á borð við Heimi Hallgrímsson, Ólaf Kristjánsson og Jón Þór Hauksson.

 

Sigurbjörn á leið í Kaplakrika:

Heimildir 433.is herma einnig að Sigurbjörn Örn Hreiðarsson sé á leið í Kaplakrika og verði aðstoðarmaður Ólafs hjá FH. Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarmaður Ólafs á nýafstöðnu tímabili en ákvað að láta af störfum eftir tímabilið.

Ólafur og Sigurbjörn eiga sér sögu saman en samstarf þeirra hjá Val skilaði af sér tveimur Íslands- og bikarmeistaratitlums. Þeir héldu síðan í sitthvora áttina. Sigurbjörn tók að sér þjálfarastarf hjá Grindavik en hann lét af störfum þar nýverið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjustu fréttir frá Frakklandi hræða stuðningsmenn Liverpool

Nýjustu fréttir frá Frakklandi hræða stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur Alvar í Evrópu í vikunni

Vilhjálmur Alvar í Evrópu í vikunni
433Sport
Í gær

Solskjær segir að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum um Rashford

Solskjær segir að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum um Rashford
433Sport
Í gær

Sjáðu listann: Þetta eru markahæstu leikmenn helstu deilda Evrópu um þessar mundir

Sjáðu listann: Þetta eru markahæstu leikmenn helstu deilda Evrópu um þessar mundir