fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Spara ekki stóru orðin í garð Andra Guðjohnsen – Telja að hann gæti fengið eldskírn með aðalliði Real Madrid

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framganga Andra Lucasar Guðjohnsen með íslenska karlalandsliðinu sem og Castilla, varaliði Real Madrid, hefur vakið mikla athygli. Andri Lucas hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska karlalandsliðið og hefur nú þegar skorað tvö mörk þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 39 mínútur með liðinu.

Fjallað er um hinn 19 ára gamla Andra Lucas í einum stærsta íþróttamiðli Spánar, AS og þar er honum líkt við norska undrabarnið Erling Braut Haaland sem er einn heitasti framherji heims um þessar mundir.

Frétt AS um málið / Skjáskot

Blaðamaður AS greinir frá því að þjálfarar Real Madrid séu meðvitaðir um að það séu nokkrar óheflaðar hliðar í leik Andra Lucasar en að hann hafi eitt sem ekki sé hægt að kenna, gott auga fyrir markaskorun.

Hjá Castilla leikur Andri Lucas undir stjórn goðsagnarinnar Raúl sem á að baki 550 leiki hjá Real Madrid, 228 mörk og fjöldamarga titla.

Blaðamaður AS telur að Andri Lucas sé fjórði í goggunarröðinni hvað framherja varðar hjá Real Madrid en að hann gæti færst ofar. Aðrir framherjar Real Madrid eru Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Ítalinn Carlo Ancelotti er knattspyrnustjóri Real Madrid.

„Líklegt er að Guðjohnsen fái tækifæri til þess að spreyta sig með aðalliði Real Madrid seinna á tímabilinu, mögulega í spænska bikarnum,“ segir í frétt AS um Andra Lucas.

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra Lucasar, spilaði um tíma með erkifjendum Real Madrid, Barcelona. Andri Lucas steig einmitt sín fyrstu skref á knattspyrnuferlinum í hinni margrómuðu La Masia akademíu Börsunga áður en hann gekk til liðs við Espanyol og síðar Real Madrid.

Dauðlangaði til að setja á mig skóna“:

Arnór Guðjohnsen, afi Andra Lucasar, átti farsælan feril sem knattspyrnumaður hér heima og erlendis. Hann segir að Andri Lucas sé ‘pjúra senter’ í viðtali sem tekið var við hann á RÚV.

„Hann skorar alltaf eða oft og hefur gríðarlegt markanef eins og við köllum það. Ef allt gengur að óskum hjá honum, heilsa og annað, þá held ég að hann eigi eftir að raða mörgum mörkum inn á ferlinum,“ sagði Arnór Guðjohnsen í samtali við RÚV.

Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen

Arnór viðurkenndi að honum hafi dauðlangað til þess að vera ennþá að spila þegar barnabörn hans, Sveinn Aron og Andri Lucas, komu inn á í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein á dögunum en samvinna þeirra skóp meðal annars fjórða marki Íslands í leiknum.

„Mig klæjaði í lappirnar að setja á mig skóna og fara inn á en það er víst búið,“ sagði Arnór Guðjohnsen í samtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Í gær

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“
433Sport
Í gær

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum