fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Leikmaður Manchester United varð fyrir barðinu á kynþáttaníði

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Elanga, leikmaður Manchester United og sænska undir 21 árs landsliðsins varð fyrir kynþáttaníði frá andstæðingi sínum  í ítalska undir 21 árs landsliðinu í gær. Ekki er greint frá því um hvaða leikmann í ítalska liðinu ræðir.

Sænska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem að segir að Elanga hafa tilkynnt atvikið eftir leik.

„Við höfum sagt frá okkar upplifun af atvikinu og skilað inn bæði munnlegri og skriflegri skýrslu til dómara leiksins og eftirlitsmanna á vellinum,“ greindi Claes Eriksson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Svíþjóðar frá.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en jöfnunarmark Svíþjóðar kom á lokamínútum leiksins.

„Enginn ætti að þurfa upplifa kynþáttaníð, þetta er óásættanlegt og við stöndum þétt við bakið á Anthony í gegnum þetta,“ sagði Eriksson.

Anthony Elanga spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United á síðasta tímabili og hefur komið við sögu í einum leik á þessum tímabili.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndina: Átti fyrra mark Atletico gegn Liverpool að standa?

Sjáðu myndina: Átti fyrra mark Atletico gegn Liverpool að standa?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þekkt hjónaband á endastöð: Þetta eru sjö klikkuðustu augnablikin í sambandinu – Kynlíf tólf sinnum á dag og vesen

Þekkt hjónaband á endastöð: Þetta eru sjö klikkuðustu augnablikin í sambandinu – Kynlíf tólf sinnum á dag og vesen
433Sport
Í gær

Hákon Rafn hefur farið á kostum með Elfsborg eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu

Hákon Rafn hefur farið á kostum með Elfsborg eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu
433Sport
Í gær

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma