fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Leikmaður Bayern gæti verið á leið í eins árs fangelsi fyrir brot á nálgunarbanni í stórfurðulegu máli

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 16:00

Lucas Hernandez, leikmaður Bayern / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucas Hernandez, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er í töluverðum vandræðum eftir að hann braut nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni í stórfurðulegu máli.

Honum hefur nú verið skipað að mæta fyrir dómstóla í Madríd á Spáni þar sem að eins árs fangelsisvist gæti mögulega legið fyrir. Kveða á upp dóm þann 19. október næstkomandi og Hernandez þarf að mæta þangað í eigin persónu.

Atburðurinn sem um ræðir teygir anga sína aftur til ársins 2017 þar sem Hernandez var handtekinn og ásakaður um að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, Ameli de la Osa Llorente.

Giftu sig og voru handtekin:

Á sínum tíma ákvað dómari í Madríd að setja á þau nálgunarbann sem átti að endast í sex mánuði, auk þess áttu þau að sinna samfélagsþjónustu sem samsvaraði 31 degi. Þrátt fyrir nálgunarbannið héldu Hernandez og Ameli áfram að hittast og enduðu á því að giftast hvort öðru í Las Vegas.

Hernandez var á þessum tíma leikmaður spænska liðsins Atletico Madrid og við komuna aftur til Spánar voru hjónin handtekin fyrir brot á nálgunarbanni og enginn afsláttur gefinn.

Ameli og Lucas Hernandez

Hernandez gisti nóttina í fangaklefa og var síðar ákærður fyrir brot á nálgunarbanni. Saksóknarinn á Spáni vill að hann verði dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Afrýjun lögmanna Hernandez bar ekki árangur þar sem hann hafði ekki sinnt samfélagsskyldunni sem fyrir hann var sett árið 2017. Hins vegar hefur lögmannateymi hans sent inn aðra áfrýjun og það á eftir að koma í ljós hvort hún skili árangri.

Hernandez var í leikmannahópi Frakklands sem tryggði sér meistaratitilinn í Þjóðadeildinni með 2-1 sigri á Spáni um síðustu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir