fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

James Milner hrósar frábæru hugarfari Harvey Elliott

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 13. október 2021 19:48

Harvey Elliott. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Milner, miðjumaður Liverpool, hefur hrósað Harvey Elliott, ungstirni liðsins fyrir frábært hugarfar eftir að leikmaðurinn meiddist illa í leik gegn Leeds í síðasta mánuði.

Hann hefur verið svo jákvæður síðan hann meiddist. Ég var að tala um andlegan styrk áðan, um leið og þetta gerðist, hlutirnir sem hann sagði – hann talaði eins og hann væri 30 og eitthvað ára gamall og hefði gert þetta allt áður,“ sagði Milner í viðtali á heimasíðu Liverpool.

Hann er ótrúlegur. Hann er með frábært hugarfar, hann hefur unnið alla sína vinnu og miðar vel áfram. Ég held hann sé ekki langt frá því að vera laus við hækjurnar sem er frábært.“

Elliott lagðist undir aðgerð á ökkla stuttu eftir leikinn gegn Leeds og Jurgen Klopp sagði að hann vonaðist til að hann yrði orðinn heill undir lok tímabils.

Elliott, sem hefur leikið með yngri liðum enska landsliðsins, var kominn á æfingahjól fyrr í þessum mánuði.

Hann er að vinna hart að sér en fólk sér það ekki, bætti Milner við. „Það sér myndböndin og það sem hann er að gera í ræktinni, en hann er heima á hækjunum núna og hann er að gera ýmislegt eins og að lyfta upp fótleggjunum til að viðhalda vöðvastyrknum.

Það er svo leiðinlegt og það væri auðvelt að sleppa því, en það er einmitt vinnan sem að skilar árangri seinna meir. Hann stendur sig mjög vel og það er frábært að sjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Í gær

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“
433Sport
Í gær

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum