fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Heimir vildi ekki tjá sig um þjálfarastarfið hjá Stjörnunni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands vildi ekki tjá sig um orðróm þess efnis að hann gæti verið að taka við Stjörnunni í efstu deild karla. Vísir greindi frá.

Heimir hefur undanfarnar vikur verið bendlaður við þjálfarastarfið hjá Stjörnunni en hann hefur verið án starfs síðan að samningur hans við Al-Arabi í Katar rann út í maí síðastliðnum.

Heimir staðfestir í samtali við blaðamann Vísis að hann hafa rætt við fjölmörg félög undanfarna mánuði, bæði innan lands og utan.

Vefmiðillinn fotbolti.net, greindi frá því fyrr í dag að sífellt líklegra sé að Heimir taki við Stjörnunni. En í samtali við miðilinn vildi Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, ekki staðfesta að Stjarnan væri í viðræðum við Heimi.

Öruggar heimildir 433.is herma að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH hafi verið langt kominn í viðræðum við Stjörnuna en hafi á endanum kosið að framlengja samning sinn í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Messi skoraði tvö í sigri – Salah óstöðvandi

Meistaradeild Evrópu: Messi skoraði tvö í sigri – Salah óstöðvandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiður Ben ráðinn til nýliða Þróttar

Eiður Ben ráðinn til nýliða Þróttar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjustu fréttir frá Frakklandi hræða stuðningsmenn Liverpool

Nýjustu fréttir frá Frakklandi hræða stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöld yfir Benzema hefjast á morgun – Gæti að hámarki fengið 5 ára fangelsisdóm

Réttarhöld yfir Benzema hefjast á morgun – Gæti að hámarki fengið 5 ára fangelsisdóm
433Sport
Í gær

Solskjær segir að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum um Rashford

Solskjær segir að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum um Rashford