fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433

Aníta Lísa og Óskar taka við Fram

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára. Samhliða þjálfun meistaraflokks munu Aníta og Óskar sjá um þjálfun 4. flokks kvenna og koma að áframhaldandi uppbyggingu kvennaknattspyrnu innan félagsins.

Aníta Lísa var síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR ásamt því að gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka og þjálfa 2. 3. og 4. flokk kvenna. Hún var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍA og yngri flokka þjálfari.

Óskar Smári stýrði liði Tindastóls í Pepsi-Max deild kvenna á síðustu leiktíð. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni og þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna hjá félaginu.

„Knattspyrnudeild Fram fagnar komu Anítu Lísu og Óskars Smára til félagsins og hlakkar til að fylgjast með frekari framþróun kvennaknattspyrnunnar undir þeirra leiðsögn,“ segir í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja liðsandann hafa náð nýjum lægðum hjá Manchester United

Segja liðsandann hafa náð nýjum lægðum hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skilja hvorki upp né niður í því að leikmaður Crystal Palace hafi sloppið með gult spjald eftir glórulaust brot

Skilja hvorki upp né niður í því að leikmaður Crystal Palace hafi sloppið með gult spjald eftir glórulaust brot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool