fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Tap gegn Portúgal en jákvæð teikn á lofti

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 16:56

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið tók á móti Portúgal í undankeppni EM 2023 í dag. Leikið var á Víkingsvelli í Fossvoginum. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgals.

Íslenska liðið byrjaði betur og hefði í raun geta verið búið að skora eitt til tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum en Celton Biai, sem stóð í marki Portúgala átt mögnuð tilþrif í markinu og sá við Íslendingum í nokkur skipti.

Eftir það jöfnuðust leikar aðeins og Jökull Andrésson, markvörður íslenska liðsins náði að koma í veg fyrir mark hjá Portúgal með frábærri markvörslu frá Fabio Silva, leikmanni Wolves.

Það var því markalaust er dómarinn flautaði til hálfleiks.

Fyrsta markið leit dagsins ljós á 55. mínútu, það var Portúgalinn Fabio Vieira sem skoraði það eftir misheppnaða hreinsun Finns Tómasar úr varnarlínu Íslands. Boltinn datt fyrir Vieira sem gerði vel og kom Portúgal yfir.

Ísland fékk gullið tækifæri til þess að jafna leikinn á 62. mínútu þegar Kristall Máni átti sendingu inn fyrir vörn Portúgals á Sævar Atla Magnússon sem hlóð í skot en Eduardo Quaresma, varnarmaður gestana komst í veg fyrir skotið.

Jafnræði var með liðunum eftir þetta án þess þó að annað mark liti dagsins ljós. Leikar enduðu með 1-0 sigri Portúgals. Þrátt fyrir tap mátti sjá mörg jákvæð teikn á lofti í leik íslenska liðsins.

Ísland er eftir leikinn í 4. sæti riðilsins með 4 stig eftir þrjá leiki og fimm stigum á eftir efsta liði riðilsins, Portúgal. Næsti leikur Íslands er gegn Grikklandi á útivelli þann 16. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast