fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Ísland mætir Portúgal í dag – „Þrjú stig er það sem við viljum“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 09:05

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs karlalandsliðið mætir í dag Portúgal í undankeppni EM 2023. Leikið verður á Víkingsvelli og leikar hefjast klukkan 15:00.

Ísland er í 4. sæti riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki en Portúgal í því þriðja með fullt hús stiga eftir tvo leiki en bæði lið eiga leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.

Það er ljóst að íslenska liðið þarf að eiga mjög góðan dag til þess að geta sigrað Portúgal en hefð er fyrir afar sterkum yngri landsliðum í knattspyrnu frá landinu.

Portúgalska landsliðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er með markatöluna 12-0.

„Þetta er lið sem er mjög sigursælt í yngri landsliðum, góð hefð fyrir því hjá þeim. Þeir eru með mjög frábæra einstaklinga og hafa byrjað mótið gríðarlega vel,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins í samtali við vísi í gær.

Davíð Snorri segir að auðvitað muni íslenska liðið reyna sækja til sigurs í dag.

„Við stefnum á að búa til þannig umhverfi að við verðum klárir með okkar leikplan og getum í rauninni tekið þrjú stig. Svo verðum við að meta hvernig leikurinn er og ef eitt stig er niðurstaðan þá tökum við það. Við setjum leikinn þannig upp að við ætlum að láta þá snúa sér, hreyfa sig og koma þeimm aðeins á óvart. Þrjú stig er það sem við viljum,“ sagði Davíð Snorri, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðs Íslands í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Lýsir óhugnanlegu atviki í gær – Snörp viðbrögð björguðu mannslífi

Lýsir óhugnanlegu atviki í gær – Snörp viðbrögð björguðu mannslífi
433Sport
Í gær

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“