fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Hannes Þór gapandi hissa og heyrir hvorki hóst né stunu: „Heimir vill ekki hafa mig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:10

Hannes Þór Halldórsson, er ein skærasta stjarnan í sögu íslenska fótboltans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson er gapandi hissa á framgöngu forráðamanna Vals. Hann ræddi málið við K100 í dag en þar kom fram að Heimir Guðjónsson hefur ekki áhuga á að hafa hann hjá félaginu.

Fréttir þess efnis fóru að berast í lok móts þegar ljóst var að Valur væri að semja við Guy Smit markvörð Leiknis. Heimir hefur tjáð Hannesi að hann sé ekki í plönum hans.

„Ég get alveg sagt eins og er og sagt hlutina eins og þeir eru. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu. Ég er steinhissa á þessari stöðu.“ sagði Hannes á K100.

Hannes segist ekki hafa fengið neinar nánari útskýringar á málinu. „Þessu fylgdi ekki neinar skýringar. Nú get ég ekki verið með fabúleringar hvað er að gerast á skrifstofunni þarna uppfrá. Ég hafði ekki neinn hug á að hætta. Ég er samningsbundin en nú er komið upp mál sem er í einhverjum hnút.“

Hannes veit ekki hvernig málið leyist. Þessi besti markvörður er hissa á framgöngu félagisns. „Ég veit ekki hvernig á að leysa þetta vegna þess að ég heyri ekki neitt. Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp. Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona. Ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana.“

„Það hefur ekki verið mikið. Ég er bara að giska og fólk veit kannski ekkert hver staðan er. Mér fannst frammistaðan persónulega góð hjá mér í sumar og við vorum nálægt því fram að síðasta hluta mótsins að verða Íslandsmeistarar.“

Viðtalið má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndirnar sem Rooney birti og láku í blöðin birtast – „Hún er fjandsamleg tík“

Myndirnar sem Rooney birti og láku í blöðin birtast – „Hún er fjandsamleg tík“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi
433Sport
Í gær

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn
433Sport
Í gær

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag