fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

England og Ungverjaland gerðu jafntefli – Ronaldo skoraði þrennu fyrir Portúgal

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England tók á móti Ungverjalandi í leik liðanna á undankeppni HM í kvöld. Leikið var á Wembley leikvangnum í London.

Ungverjaland náði óvænt forystunni á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Luke Shaw var dæmdur brotlegur. Roland Sallai fór á punktinn og sendi Jordan Pickford í vitlaust horn.

Miðvörðurinn John Stones jafnaði metin 13 mínútum síðar en lengra komust Englendingar ekki og lokatölur 1-1. Englendingar er efstir í I-riðlinum með 20 stig eftir 8 umferðir. Ungverjar eru í 4. sæti með 11 stig, sex stigum á eftir Póllandi í 2. sæti.

Portúgal lagði þá Luxemborg af velli 5-0. United mennirnir Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo komust báðir á blað í leiknum en Ronaldo skoraði þrennu. Portúgal er í 2. sæti A-riðils með 16 stig, einu stigi á eftir Serbíu í 1. sæti. Lúxemborg er í 3. sæti með sex stig.

Danmörk tryggði sér sæti á HM á næsta ári með 1-0 sigri á Austurríki þar sem Joakim Mæhle skoraði eina mark leiksins. Svíar eru einnig á toppnum í sínum riðli eftir 2-0 sigur á Grikkjum þar sem Emil Forsberg og Alexander Isak skoruðu mörkin.

Úrslit kvöldsins:

Portúgal 5 – 0 Lúxemborg

Serbía 3 – 1 Aserbaijdsan

B-riðill:

Kósóvó 1 – 2 Georgía

Svíþjóð 2 – 0 Grikkland

C-riðill:

Búlgaría 2 – 1 Norður Írland

Litháen 0 – 4 Sviss

D-riðill:

Kasakstan 0 – 2 Finnland

Úkraína 1 – 1 Bosnia Herzegovina

F-riðill:

Danmörk 1 – 0 Austurríki

Færeyjar 0 – 1 Skotland

Ísrael 2 – 1 Moldóva

I-riðill:

Albanía 0 – 1 Pólland

England 1 – 1 Ungverjaland

San Marínó 0 – 3 Andorra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum
433Sport
Í gær

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“
433Sport
Í gær

Íslendingafélagið í Danmörku hefur áhuga á Jasoni Daða

Íslendingafélagið í Danmörku hefur áhuga á Jasoni Daða
433Sport
Í gær

Orð Solskjærs um Rashford hafa fallið í grýttan jarðveg

Orð Solskjærs um Rashford hafa fallið í grýttan jarðveg
433Sport
Í gær

Elías besti markvörður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir

Elías besti markvörður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir