fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

England og Ungverjaland gerðu jafntefli – Ronaldo skoraði þrennu fyrir Portúgal

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England tók á móti Ungverjalandi í leik liðanna á undankeppni HM í kvöld. Leikið var á Wembley leikvangnum í London.

Ungverjaland náði óvænt forystunni á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Luke Shaw var dæmdur brotlegur. Roland Sallai fór á punktinn og sendi Jordan Pickford í vitlaust horn.

Miðvörðurinn John Stones jafnaði metin 13 mínútum síðar en lengra komust Englendingar ekki og lokatölur 1-1. Englendingar er efstir í I-riðlinum með 20 stig eftir 8 umferðir. Ungverjar eru í 4. sæti með 11 stig, sex stigum á eftir Póllandi í 2. sæti.

Portúgal lagði þá Luxemborg af velli 5-0. United mennirnir Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo komust báðir á blað í leiknum en Ronaldo skoraði þrennu. Portúgal er í 2. sæti A-riðils með 16 stig, einu stigi á eftir Serbíu í 1. sæti. Lúxemborg er í 3. sæti með sex stig.

Danmörk tryggði sér sæti á HM á næsta ári með 1-0 sigri á Austurríki þar sem Joakim Mæhle skoraði eina mark leiksins. Svíar eru einnig á toppnum í sínum riðli eftir 2-0 sigur á Grikkjum þar sem Emil Forsberg og Alexander Isak skoruðu mörkin.

Úrslit kvöldsins:

Portúgal 5 – 0 Lúxemborg

Serbía 3 – 1 Aserbaijdsan

B-riðill:

Kósóvó 1 – 2 Georgía

Svíþjóð 2 – 0 Grikkland

C-riðill:

Búlgaría 2 – 1 Norður Írland

Litháen 0 – 4 Sviss

D-riðill:

Kasakstan 0 – 2 Finnland

Úkraína 1 – 1 Bosnia Herzegovina

F-riðill:

Danmörk 1 – 0 Austurríki

Færeyjar 0 – 1 Skotland

Ísrael 2 – 1 Moldóva

I-riðill:

Albanía 0 – 1 Pólland

England 1 – 1 Ungverjaland

San Marínó 0 – 3 Andorra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Í gær

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val