fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Diogo Jota meiddur – Óvíst hvort hann verði með gegn Watford

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diogo Jota er mættur aftur til Liverpool borgar eftir að hafa meiðst með Portúgal í landsleikjaglugganum sem nú stendur yfir.

Portúgalinn er nú talinn í hættu á að missa af leik Liverpool gegn Watford um næstu helgi. Jota var ekki í liðinu er Portúgal vann 3-0 sigur á Katar á laugardag og verður ekki með með liðinu gegn Lúxemborg á undakeppni HM á þriðjudag.

Það er óljóst hvenær Jota leikur aftur með Liverpool en þeir Trent-Alexander Arnold, Thiago Alcantara og Curtis Jones er ekki orðnir alveg heilir heldur.

Alexander-Arnold og Thiago misstu báðir af síðasta leik Liverpool gegn Man City en Jones lék þó með u-21 árs liði Englands í 1-0 sigrinum á Andorra á mánudag.

Þá liggur ekki ljóst fyrir hvort að þeir Alisson Becker og Fabinho, sem leika með Brasilíu gegn Úrúgvæ á undankeppni HM á föstudagsmorgun, verði til taks þegar að Liverpool mætir Watford á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“