fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Breiðablik mætir Real Madrid á morgun – „Eigum ekki að bera neina virðingu fyrir þeim“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:58

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks/ Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir spænska stórliðinu Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Leikið verður á Alfredo Di Stefano vellinum í Madríd.

Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks og Agla María Albertsdóttir, leikmaður liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Langt ferðalag er að baki hjá Breiðablik en liðið flaug fyrst til Frakklands og millilenti áður en haldið var til Madrídar.

Þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ásmundar. Hvernig finnst Ásmundi að taka við liðinu á þessari stundu?

„Það er óneitanlega sérstakt og að mörgu að huga. Þetta er jafnframt gríðarlega spennandi og virkilega gaman að koma inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem klúbb.

Agla María segir það ekki hafa flækt hlutina að nýr þjálfari skildi hafa komið inn á þessum tímapunkti.

„Við visssum að það gæti komið inn nýr þjálfari og það hefur raunverulega engin áhrif á þessum tímapunkti,“ sagði Agla María, leikmaður Breiðabliks.

Breiðablik tapaði 2-0 á heimavelli gegn PSG í fyrstu umferð riðlakeppninnar en spilamennska liðsins var góð og draga má þá ályktun út frá svörum Öglu Maríu að sá leikur hafi gefið liðinu mikið.

„Leikurinn gaf okkur aðallega sjálfstraust. Við áttum okkur á því að við eigum raunhæfan séns í þessi lið. PSG leikurinn gaf okkur meira sjálfstraust,“ sagði Agla María.

Það hefur verið bras á Real Madrid, andstæðingum Breiðabliks á morgun en liðið hefur þó unnið tvo síðustu leiki sína. Ásmundi líst vel á verkefni morgundagsins.

„Við erum búin að skoða þær ágætlega og leikurinn leggst vel í okkur. Þetta er gott lið sem við erum að fara spila við,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks á blaðamannafundi í dag.

Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum
433Sport
Í gær

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“
433Sport
Í gær

Íslendingafélagið í Danmörku hefur áhuga á Jasoni Daða

Íslendingafélagið í Danmörku hefur áhuga á Jasoni Daða
433Sport
Í gær

Orð Solskjærs um Rashford hafa fallið í grýttan jarðveg

Orð Solskjærs um Rashford hafa fallið í grýttan jarðveg
433Sport
Í gær

Elías besti markvörður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir

Elías besti markvörður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir