fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Vanda gagnrýnd fyrir að vera helst til of glöð hjá Gísla Marteini

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. október 2021 08:18

Vanda dansaði af gleði Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var gagnrýnd fyrir að vera helst til of glöð á RÚV á föstudagskvöld. Var Vanda til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Vanda mætti á RÚV í þátt sem Gísli Marteinn Baldursson stýrir. Þátturinn fór í loftið skömmu eftir 1-1 jafntefli Íslands og Armeníu á Laugardalsvelli.

Um var að ræða fyrsta landsleikinn sem Vanda horfir á sem formaður og var hún kampakát með stigið. „Ég er taplaus formaður,“ sagði Vanda meðal annars.

Elvar Geir Magnússon stjórnandi þáttarins á X977 tók til máls og sagði. „Ég veit að Vikan með Gísla Marteini er skemmtiþáttur og gleðin að vopni og allt þannig, en Vanda formaður var alveg fullkát fyrir minn smekk með jafntefli gegn Armenum á heimavelli,“ sagði Elvar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Fyrrum ritstjóri Fótbolta.net og þjálfari Aftureldingar tók í sama streng. „Ég er alveg sammála því. Jöfnunarmarkið í lokin, það var eins og það hefði verið sigurmark í lokin miðað við stemninguna. Þá hefði ég alveg gefið þetta. En þetta var ekki þannig,“ sagði Magnús.

Vanda vonast eftir því að halda áfram að vera taplaus sem formaður en Ísland mætir Liechtenstein á heimavelli í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa
433Sport
Í gær

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“
433Sport
Í gær

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“