fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Undankeppni HM: Þjóðverjar fyrsta lið áfram – Sjáðu öll úrslit kvöldsins

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 21:55

Þjóðverjar fagna marki í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikið var í E, G, H og J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

E-riðill

Hvíta-Rússland 0-2 Tékkland

Eistland 0-1 Wales

Belgar eru á toppi riðilsins með 16 stig, Tékkar í öðru sæti með 11 stig, sem og Wales sem er í þriðja sæti. Eistland er með 4 stig í fjórða sæti og Hvíta-Rússland með 3 stig í neðsta sæti.

G-riðill

Lettland 1-2 Tyrkland

Holland 6-0 Gíbraltar

Holland rúllaði yfir Gíbraltar. Virgil van Dijk kom þeim yfir á 9. mínútu. Memphis Depay bætti svo við tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Denzel Dumfries skoraði svo snemma í seinni hálfleik. Fimmta mark Hollands skoraði Arnaut Danjuma á 75. mínútu. Undir lok leiks skoraði svo Donyell Malen.

Noregur 2-0 Svartfjallaland

Mohamed Elyonoussi skoraði bæði mörk Noregs gegn Svartfellingum. Það fyrra eftir um hálftíma og það seinna í lok leiks.

Holland er á toppi riðilsins með 19 stig, Noregur í öðru sæti með 17 stig og Tyrkland í því þriðja með 15. Svartfellingar eru svo með 11 stig í fjórða sæti, Lettar með 5 stig í fimmta og Gíbraltar neðstir án stiga.

H-riðill

Króatía 2-2 Slóvakía

Ivan Schranz kom Slóvökum yfir á 20. mínútu en Andrej Kramaric jafnaði fimm mínútum síðar. Rétt fyrir hálfleik kom Lukas Haraslin Slóvakíu aftur yfir.

Luka Modric átti þó eftir að jafna leikinn þegar 20 mínútur lifðu hans.

Kýpur 2-2 Malta

Slóvenía 1-2 Rússland

Rússland er í efsta sæti riðilsins með 19 stig og Króatar í öðru sæti með 17 stig. Slóvakar og Slóvenar hafa 10 stig hvor og Malta og Kýpur 5 stig hvor.

J-riðill

N-Makedónía 0-4 Þýskaland

Timo Werner gerði tvö mörk fyrir Þýskaland í stórsigri á N-Makedóníu. Hin mörkin gerðu Kai Havertz og Jamal Musiala.

Rúmenía 1-0 Armenía

Alexandru Mitrita gerði eina mark leiksins í sigri Rúmena á Armenum.

Þjóðverjar eru þegar komnir á HM. Liðið er langefst í riðlinum með 21 stig. Rúmenar eru í öðru sæti með 13 stig, N-Makedónar í þriðja með 12 stig, sem og Armenar sem eru í fjórða sæti. Ísland er í fimmta sæti með 8 stig og Liechtenstein í neðsta sæti með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni