fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Eiður í viðtali eftir leik: Synirnir slógu í gegn – ,,Smá aukamóment fyrir fjölskylduna“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 21:06

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, var heilt yfir sáttur eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í dag.

Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs, skoraði í leiknum eftir frábært samspil við Svein Aron Guðjohnsen, bróður sinn.

,,Bara fallegt augnablik. Þegar ég er að þjálfa þá eru þetta bara framherjar okkar. Þetta var virkilega vel útfært mark, góð hreyfing hjá Sveini og Andri sem kemur í seinni boltann. Auðvitað, smá aukamóment fyrir fjölskylduna en fyrir okkur er þetta bara frábært mark,“ sagði Eiður við RÚV eftir leik. ,,Það eru þarna tveir strákar, bræður, sem tengdu bara virkilega vel saman. Frábært augnablik.“

,,Þetta var leikur til að skora mörk, sérstaklega í seinni hálfleik einum fleiri. Við nýttum okkur það á ágætlega á köflum en það var mark í seinni hálfleik sem við vorum ekki alveg sáttir með hvað spilamennsku og einbeitingu varðaði. Það var gott að fá smá auka móment.“

Umræðan snerist svo aftur að markinu sem synir Eiðs bjuggu til saman.

,,Þetta var skemmtilegt, fallegt og ég hugsa að þeir hafi alveg haft einhverja tilfinningu fyrir hvorum öðrum inni á vellinum og þeir tengdu bara vel, sérstaklega í markinu.“

Eiður segir það hafa verið gaman að geta veitt stuðningsmönnum gleði á ný eftir erfiða tíma landsliðsins undanfarið.

,,Það var æðislegt að sjá fólkið skemmta sér uppi í stúku. Það hefur verið smástund síðan og það að geta boðið upp á fjögur mörk er bara skemmtilegt hvort sem það eru synir mínir eða aðrir.“

Þrátt fyrir sigurinn í kvöld er nokkuð ljóst að Ísland verður ekki með á HM 2022. Liðið er 5 stigum frá umspilssæti þegar tveir leikir eru eftir.

,,Kannski er þetta bara raunveruleikinn. Við þurfum að sætta okkur við hann. Við þurfum að hætta að spá í öðrum hlutum. Við þurfum að vera með alla okkar orku í að horfa fram á veginn. Hvernig getum við byggt upp til næstu ára? Ef allt fer vel með þessa stráka getum við hæglega búið til stráka sem fara á stórmót einhvern tímann í framtíðinni aftur,“ sagði Eiður að lokum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vieira svekktur eftir leik – „Við vorum svo nálægt því“

Vieira svekktur eftir leik – „Við vorum svo nálægt því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Superettan: Alex Þór skoraði annan leikinn í röð

Superettan: Alex Þór skoraði annan leikinn í röð
433Sport
Í gær

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Í gær

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein