fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Arnari brugðið eftir að Guðlaugur kom á fund hans og vildi burt úr landsliðinu – „Hvernig brást ég við?“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 10. október 2021 13:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, var spurður út í það á blaðamannafundi fyrir stuttu af hverju Guðlaugur Victor Pálsson hafi dregið sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Lichtenstein á morgun.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliðinu gegn Armenum á föstudag.

,,Gulli dró sig út úr hópnum. Hann taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hér,“ sagði Arnar.

,,Hann taldi fyrir sjálfan sig vera mikilvægara að fara til baka til Schalke frekar en að vera áfram með hópnum fyrir þennan leik.“

Arnar viðurkenndi að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori fyrir leikinn á morgun.

„Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum.“

Mikið af lykilmönnum liðsins eru fjarverandi af hinum ýmsu ástæðum.

„Það eru mjög mörg brotföll, við vitum af hverju. Við höfum rætt það undanfarin mánuð, það er stór biti farin úr liðinu. Ef við kíkjum á leikinn gegn Ungverjalandi fyrir ellefu mánuðum. Það eru 9-10 leikmenn farnir úr byrjunarliðinu af mismunandi ástæðum. Ég talaði um þetta í september og þá var ég sakaður um að vera vælukjói,“ sagði Arnar.

„Þetta er staðreyndin, ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni á morgun gegn Liechtenstein. Það er rosaleg skemmtilegt að vinna með þessum drengjum, sem eru hérna 100 prósent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél