fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433

Alexander Már Þorláksson framlengir við Fram

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. október 2021 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Alexander Már Þorláksson hefur framlengt samning sinn við Fram og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2023.

Hinn 26 ára gamli Alexander Már gekk til liðs við Fram á nýjan leik haustið 2019 og hefur síðan þá leikið 46 leiki fyrir félagið og skorað 18 mörk. Hann lék stórt hlutverk í hinu frábæra Framliði sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina í sumar og náði hann meðal annars því ótrúlega afreki að skora fjögur mörk í einum og saman leiknum.

Alexander lék áður með Fram leiktíðina 2014 og hluta leiktíðarinnar 2015. Í heildina hefur þessi öflugi leikmaður leikið 82 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 27 mörk.

„Knattspyrnudeild Fram væntir mikils af Alexander Má á komandi árum og það verður spennandi að fylgjast með honum hrella varnir og markverði andstæðinganna í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð,“ segir á vef félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 9 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 300 milljónir í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 300 milljónir í pottinum
433
Fyrir 9 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Heimasigur í Laugardalnum og Erkifjendur mætast á Old Trafford

Langskotið og dauðafærið – Heimasigur í Laugardalnum og Erkifjendur mætast á Old Trafford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Albert Guðmundsson byrjaði í sigri AZ á Cluj

Sambandsdeildin: Albert Guðmundsson byrjaði í sigri AZ á Cluj