fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir jafntefli við Armena – Frábær innkoma Ísaks

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. október 2021 20:49

Frá leiknum. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í kvöld. Hér neðst má sjá einkunnir landsliðsmanna Íslands eftir leik.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta færi Íslands fékk Albert Guðmundsson eftir rúmlega tíu mínútur þegar hann skaut framhjá, þó úr nokkuð þröngri stöðu.

Nokkrum mínútum síðar gerði Jón Dagur Þorsteinsson mjög vel úti vinstra megin og bjó að lokum til fínt færi fyrir Viðar Örn Kjartansson. Sá síðarnefndi gat þó ekki gert sér mat úr því.

Armenar komust yfir á 35. mínútu með marki Kamo Hovhannisyan. Gestirnir fengu þá allt of mikinn tíma á boltanum við teig Íslendinga. Lauk það með fyrirgjöf sem uppskar mark Hovhannisyan. Þess skal getið að áður en Armenar skoruðu mark sitt átti Ísland augljóslega að fá hornspyrnu hinum megin á vellinum. Myndbandsdómgæsla dæmdi marki þó ekki af.

Stuttu síðar kom Henrikh Mkhitaryan sér í fína stöðu til að bæta við marki. Hann skaut þó framhjá.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik átti íslenska liðið góða sókn sem lauk með því að Þórir Jóhann Helgason lagði boltann fyrir á Ísak Bergmann Jóhannesson. Skot þess síðarnefnda fór þó beint á markvörð gestanna.

Við tók rólegur kafli, ekki benti margt til þess að Ísland myndi jafna. Á 77. mínútu jafnaði Ísak hins vegar leikinn. Albert kom boltanum þá út til hægri á Birki Má, hann kom sér inn á teiginn og renndi boltanum út á Ísak sem afgreiddi hann yfirvegað í markið.

Íslenska liðið efldist ekki nægilega mikið við jöfnunarmarkið, var ekki nálægt því að finna sigurmark. Armenar ógnuðu meira fram á við í lokin. Lokatölur hins vegar 1-1.

Elías Rafn Ólafsson 6

Fín frammistaða í fyrsta A-landsleik sínum. Setti tóninn snemma leiks þegar hann kom út og greip fyrirgjöf Armen Örugglega. Gestirnir reyndu ekki mikið af fyrirgjöfum eftir það.

Birkir Már Sævarsson 6

Lagði upp markið fyrir Ísak og átti nokkrar mikilvægar tæklingar í vörninni. Leit þó ekki vel út í marki Armena.

Brynjar Ingi Bjarnason (’46) 5 

Lítið út á frammistöðu Brynjars að setja. Lék aðeins fyrri hálfelik.

Hjörtur Hermannsson (’68) 4

Ágætis frammistaða en virkaði á köflum óöruggur í fyrri hálfleik.

Ari Freyr Skúlason 5

Fínn leikur hjá Ara í dag.

Birkir Bjarnason 4

Fyrirliðinn var ekki mjög áberandi.

Þórir Jóhann Helgason  (’91) 5

Komst ágætlega í takt við leikinn í seinni hálfleik eftir nokkuð dapran fyrri hálfleik.

Guðlaugur Victor Pálsson 4

Ekkert sérstök frammistaða hjá Guðlaugi Victori í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson (’81) 7

Ásamt Ísaki var hann sprækasti leikmaður Íslands í kvöld. Reyndi að búa til stöður fyrir liðið fram á við í leik þar sem lítið var að frétta á löngum köflum.

Viðar Örn Kjartansson (’46) 4

Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn. Skorti þó þjónustu. Lék aðeins fyrri hálfleik.

Albert Guðmundsson 5 

Albert sýndi ágætis tilburði á köflum í sóknarleik Íslands.

Varamenn:

Ísak Bergmann Jóhannesson  (’46) 8 – Maður leiksins

Frábær innkoma Ísaks sem skoraði sigurmarkið.

Daníel Leó Grétarsson (’46) 5

Ágætis innkoma í vörnina.

Sveinn Aron Guðjohnsen (’68) 4

Sást lítið eftir að hafa komið inn á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir