fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Sér eftir broti á sóttvarnarreglum – Styrkir góðgerðasamtök til að bæta upp fyrir brotið

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 16:00

Leikmenn Tottenham og West Ham, brutu sóttvarnarlög yfir hátíðarnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuel Lanzini, leikmaður West Ham United, var staðinn að því ásamt þremur öðrum leikmönnum Tottenham, að brjóta sóttvarnarreglur í Bretlandi yfir jólahátíðina.

Aðgerðir hafa verið hertar svo um munar í Bretlandi síðustu vikur. Það stoppaði leikmennina ekki í því að hittast með fjölskyldur sínar yfir jólahátíðina og brjóta reglur um fjöldatakmörk.

Lanzini, sér eftir þessum gjörðum sínum og greindi frá því á samfélagsmiðlum um daginn að hann í samráði við West Ham United, muni leggja góðgerðastarfsemi í London lið.

„Ég hef hugsað mikið um hegðun mína um jólin, ég veit að ég get ekki breytt gjörðum mínum en ég hef talað við félagið og knattspyrnustjórann og vil að eitthvað gott komi út úr þessu,“ skrifaði Lanzini á samfélagsmiðlum.

Lanzini mun styrkja góðgerðasamtökin Newham Foodbankl, sem útvega mat handa fólki sem leitar til samtakanna vegna bágra aðstæðna.

„Ég vona að ég geti hjálpað samtökunum á erfiðum tímum,“ skrifaði Manuel Lanzini, leikmaður West Ham United.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð
433Sport
Í gær

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“
433Sport
Í gær

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby