fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Nýjustu reglur Þórólfs og Svandísar vekja furðu: „Af hverju mega vera 200 áhorfendur í leikhúsi en ekki íþróttahúsi?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 16:30

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi á miðvikudag í næstu viku ef fram heldur sem horfir, Svandís Svavarsdóttir kynnti nýtt regluverk sitt í dag eftir tillögur frá Þórólfi Guðnasyni. Það er þó háð því að engar breytingar verði á COVID19 faraldrinum.

Íþróttaáhugafólk fagnar því að grænt ljós er komið á keppni, ekkert er því til fyrirstöðu að leikir hefjist því strax næsta miðvikudag. Blátt bann hefur verið á keppnisíþróttir frá því í október á síðasta ári.

„Íþróttir verða heimilaðar, líka keppni. Án áhorfenda, auðvitað,“ sagði Svandís við Stöð2 í dag og vekja þessi ummæli hennar talsverða athygli.

Svandís segir að auðvitað séu áhorfendur bannaðir og þetta á íþróttaáhugafólk erfitt með að skilja. Á sama tíma geta 200 manns komið í sama salinn í leikhúsi og horft á sýningu. „Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar,“ segir í tillögum sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar sem birtar voru í dag.

„Frábært að opnað sé á keppnisíþróttir en af hverju mega vera 200 áhorfendur í leikhúsi en ekki íþróttahúsi?,“ skrifar Daníel Rúnarsson, íþróttaáhugamaður og virtur ljósmyndari um málið

Davíð Eldur tekur í sama streng og segir samhengið í þessari ákvörðun ekki mikið. „Vegna þess að leikhúsgestir eru mikilvægari heldur en áhorfendur á leikjum. Þetta er bara ákvörðun. Enn eitt skiptið sem hún er tekin gegn íþróttum í þessum faraldri,“ skrifar Davíð um málið

mynd/Valli

Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska.is hefur sína kenningu um málið. „Að öllu gamni slepptu þá held ég að þetta snúist um númeruð sæti. Veit reyndar ekki hverju þau breyta,“ skrifar Guðmundur.

Þrátt fyrir þetta fagnar íþróttafólk og áhugafólk um íþróttir því að hægt verði spila íþróttir aftur og má búast við veislu í sjónvarpinu, sökum þess að fólk fær ekki að mæta á völlinn.

Hvorki Þórólfur Guðnason né Svandís Svavarsdóttir svöruðu símtali blaðamanna við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lukaku og Zlatan létu ljót orð falla – Lá við handalögmálum

Sjáðu myndbandið: Lukaku og Zlatan létu ljót orð falla – Lá við handalögmálum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær gæti lánað þrjá og losað sig við tvo til viðbótar á næstu dögum

Solskjær gæti lánað þrjá og losað sig við tvo til viðbótar á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fékk sér Maradona húðflúr – Reykjandi í anda Fidel Castro

Fékk sér Maradona húðflúr – Reykjandi í anda Fidel Castro
433Sport
Í gær

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun
433Sport
Í gær

Rekinn við morgunverðarborðið – Tölfræðin dæmir hann sem þann versta í sögunni

Rekinn við morgunverðarborðið – Tölfræðin dæmir hann sem þann versta í sögunni
433Sport
Í gær

Tjáir sig um framtíð Rúnars Alex í Lundúnum eftir fréttirnar sem bárust fyrir helgi

Tjáir sig um framtíð Rúnars Alex í Lundúnum eftir fréttirnar sem bárust fyrir helgi