fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433

Sonný Lára hætt í Breiðablik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið eftir afar farsælan feril hjá félaginu.

„Þetta var frábært sumar hjá okkur en ég held að nú sé kominn tími til að einhver önnur taki við í markinu. Það er samt erfitt að gera þetta núna því mér finnst eins og tímabilið sé ennþá í pásu enda eigum við eftir að fá að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Ég vona að við getum gert það fyrir framan okkar frábæru áhorfendur seinna meir,“ segir Sonný.

Síðan Sonný kom í Kópavoginn fyrir sjö árum hefur hún spilað 209 leiki fyrir Blika, unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og verið fastamaður í A-landsliðshópnum. Hún segir velgengnina sannarlega eftirminnilega, en það er fleira sem stendur upp úr á Blikaferlinum.

„Það er allt frábæra fólkið sem maður hefur kynnst og vinkonurnar sem maður hefur eignast í gegnum þetta. Það er eitthvað sem varir bara að eilífu og ég mun sakna liðsheildarinnar. Það er svo magnað að vera hluti af svona hópi og að hugsa til baka, hvað ég er búin að eiga frábæra tíma hjá Breiðablik.“

Sonný segist ekki vita hvort hún sé alfarið hætt, hún geti í það minnsta aldrei sagt skilið að fullu við fótboltann og er nú byrjuð að taka þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Hún ætlar að halda tengslum við Blikana, hvort sem hún kíkir á æfingar eða verður aðdáandi númer eitt í stúkunni.

„Framtíðin er klárlega björt hjá Breiðabliki og ég veit að liðið verður áfram í titilbaráttu næstu árin. Þetta er þannig félag. Ég vil þakka áhorfendunum og öllum sem hafa staðið við bakið á okkur öll þessi ár. Svo vil ég þakka þjálfurunum; Óla, Steina, Aroni og sjúkraþjálfurunum sérstaklega, fólkinu í stjórninni og Blikafjölskyldunni eins og hún leggur sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo kemst á listann – Þetta eru sigursælustu leikmenn sögunnar

Ronaldo kemst á listann – Þetta eru sigursælustu leikmenn sögunnar
433
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ staðfestir ráðningu á Ólafi Inga

KSÍ staðfestir ráðningu á Ólafi Inga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kun Aguero með COVID-19

Kun Aguero með COVID-19
433
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð liggur undir feldi – Ákvörðun væntanleg á morgun

Davíð liggur undir feldi – Ákvörðun væntanleg á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar skoðar lífsstíl knattspyrnumanna – Þessir skór Andra kosta um hálfa milljón

Hjörvar skoðar lífsstíl knattspyrnumanna – Þessir skór Andra kosta um hálfa milljón
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – United í sérflokki þegar kemur að því að koma til baka

Ótrúleg tölfræði – United í sérflokki þegar kemur að því að koma til baka
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sem Lampard fær til að bjarga starfinu

Þetta eru leikirnir sem Lampard fær til að bjarga starfinu
433Sport
Í gær

Spænski bikarinn: Niðurlæging Real Madrid algjör er liðið tapaði gegn C-deildar liði

Spænski bikarinn: Niðurlæging Real Madrid algjör er liðið tapaði gegn C-deildar liði