fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Segir Kolbein hafa verið kurteisan en liðið illa – „Þegar hreinn rudda­skap­ur er und­an­skil­inn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli í Svíþjóð í gær þegar landsliðsframherjinn, Kolbeinn Sigþórsson samdi við Gautaborg þar í landi.

Kolbeinn rifti samningi sínum við AIK í Svíþjóð fyrir jól þegar ár var eftir af samningi hans. Tíðindin koma blaðamönnum í Svíþjóð nokkuð á óvart enda hafði ekkert heyrst af áhuga Gautaborgar, tíðindin koma því eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins stingur niður penna í blað dagsins og ræðir þessi viðbrögð. „Viðbrögð í Svíþjóð við óvænt­ustu tíðind­um vetr­ar­ins í fót­bolt­an­um þar í landi, samn­ingi Kol­beins Sigþórs­son­ar við gamla stór­veldið Gauta­borg,  eru afar áhuga­verð,“ skrifar Víðir í Morgunblað dagsins.

Flestir sem fylgjast með knattspyrnu eru meðvitaðir um meiðslasögu Kolbeins, honum hefur ekki tekist að ná sama takti í leik sinn og Íslendingar voru vanir að sjá, þrátt fyrir það var hann markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins árið 2019.

„Hér á Íslandi var Kol­beinn einn vin­sæl­asti leikmaður landsliðsins í aðdrag­and­an­um að EM 2016 og nán­ast í guðatölu eft­ir sig­ur­markið gegn Englandi í þeirri keppni. Eft­ir margra ára þrauta­göngu sem of langt mál væri að rekja hér væri ósk­andi að Kol­beini tæk­ist að ná sér virki­lega vel á strik með Gauta­borg á kom­andi tíma­bili,“ skrifar Víðir.

Kolbeinn Sigþórsson/ Getty Images

Eins og honum liði illa:

Íþróttaf­réttamaður­inn Per Bohm­an sem starfar fyrir Aftonbladet birti í gær pistil um málefni Kolbeins sem vakið hefur mikla athygli.

„Þetta eru óvænt­ustu tíðindi vetr­ar­ins. Þess vegna sat ég stjarf­ur og horfði á myndband IFK Gauta­borg­ar og áttaði mig ekki á því sem var að gerast, „skrifar Boham í pistli sem Mbl sagði fyrst frá.

Boham finnst sorglegt hvernig skrifað hefur veirð um Kolbein og frammistöðu hans í Svíþjóðar. Hann segir hins vegar að frammistaða hans hafi ekki verið góð. „Það er dá­lítið sorg­legt að það skuli hafa verið skrifað svona nei­kvætt um Kol­bein og spilamennsku hans í Svíþjóð. Þegar hreinn rudda­skap­ur er und­an­skil­inn, hef­ur gagn­rýn­in á hann að mestu átt rétt á sér. Stjarna ís­lenska landsliðsins náði ekki að sýna sitt besta hjá AIK. Á tveim­ur árum var Kol­beinn aldrei nærri því formi sem hann og félagið gerði vonir um.“

Boham segir að þegar hann hafi talað við Kolbein, hafi honum liðið eins og íslenski framherjanum liði illa.

„Hann efaðist um sjálf­an sig. Þegar við frétta­menn­irn­ir töluðum við hann eft­ir leiki var Íslend­ing­ur­inn alltaf kurt­eis en augnaráðið og svip­ur­inn gáfu til kynna að þarna væri á ferð einstaklingur sem liði mjög illa. Það er ekki auðvelt staða fyr­ir nokk­urn mann. Ef þú veld­ur fólki von­brigðum eða stend­ur ekki und­ir vænt­ing­um þá dreg­ur það mikið úr sjálfs­traust­inu. Í hörðum og reiðum fót­bolta­heimi er eng­inn sem hjálp­ar þér.“

Tíðindin í gær glöddu Boham. „Þess vegna brosti ég breitt yfir þess­um óvæntu frétt­um. Ég hélt að við mynd­um aldrei aftur sjá Kol­bein aft­ur á sænsk­um fót­bolta­velli. Það er eitt­hvað fal­legt við það að þessi þrítugi leikmaður fái tæki­færi til að sanna sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls