Mánudagur 08.mars 2021
433Sport

Tjáir sig um framtíð Rúnars Alex í Lundúnum eftir fréttirnar sem bárust fyrir helgi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal fékk Mat Ryan á láni frá Brighton fyrir helgi, þessi 28 ára markvörður verður hjá félaginu út þessa leiktíð. Ryan er landsliðsmaður frá Ástralíu en hann hefur spilað 124 leiki fyrir Brighton eftir að hann kom til félagsins árið 2017.

Arsenal hefur leitað að markverði í janúar til að veita Bernd Leno samkeppni, Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið keppinautur Leno síðustu mánuði. Rúnar kom til Arsenal síðasta haust frá Dijon, enskir miðlar hafa fjallað um að Rúnar hafi alltaf verið hugsaður sem þriðji kostur í markið.

Óvissa hefur verið um framtíð Rúnars og taldar eru líkur á að Arsenal muni lána hann á næstu dögum. Mikel Arteta fagnar komu Mat Ryan en segir það enginn endalok fyrir Rúnar Alex.

„Mat er leikmaður sem þekkir deildina vel, hann hefur spilað marga leiki og er með reynslu úr landsliði. Hann er á fínum aldri. Við töldum okkur þurfa inn annan markvörð eftir að Matt Macey fór,“ sagði Arteta á fréttamannafundi í gær.

Getty Images

Arteta var svo spurður að því hvaða þetta hefði í för með sér fyrir Rúnar Alex.

„Við þurfum að vera með þrjá markverði og þeir verða að berjast um stöðurnar. Þeir setja pressu á hvorn annan og allir fá sitt hlutverk, þegar þú hefur fengið hlutverk þá er það í þínum verkahring að styðja við liðsfélaga þína. Þú reynir að verða betri“ sagði Arteta.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Dagur byrjaði er AGF hafði betur gegn Midtjylland – Mikael ónotaður varamaður

Jón Dagur byrjaði er AGF hafði betur gegn Midtjylland – Mikael ónotaður varamaður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir krísuástand hjá Liverpool – „Eru ekki að spila saman sem lið“

Segir krísuástand hjá Liverpool – „Eru ekki að spila saman sem lið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörtur spilaði er Bröndby komst á toppinn

Hjörtur spilaði er Bröndby komst á toppinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Bruno Fernandes að hætta láta eins og smábarn

Segir Bruno Fernandes að hætta láta eins og smábarn