Mánudagur 08.mars 2021
433Sport

Rooney fær hluta af launum seint og síðar meir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney nýráðinn stjóri Derby hefur samþykkt að hluti launa hans verði greidd seint og síðar meir, sökum þess að Derby glímir við mikla fjárhagserfiðleika.

Rooney tók við starfinu hjá Derby á dögunum og lagði á sama tíma skóna á hilluna, Derby hefur átt í mestu vandræðum með að borga leikmönnum og starfsfólki laun.

Leikmenn Derby fengu laun sín fyrir desember borguð í síðustu viku og hafa fengið loforð um launin fyrir janúar, verði borguð á réttum tíma.

Rooney fær 90 þúsund pund á viku hjá Derby fyrir að stýra liðinu en stór hluti af launum hans verða borguð síðar. Mel Morris, eigandi Derby ætlar ekki að setja meiri fjármuni inn í félagið.

Derventio Holdings er að ganga frá kaupum á Derby og þá ætti fjárhagur félagsins að lagast, Rooney tók þessa ákvörðun á sama tíma og hann sannfærði leikmannahóp sinn um að taka sömu ákvörðun.

Leikmenn Derby fá því ekki öll laun sín greidd á næstunni en þau verða borguð síðar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra
433Sport
Í gær

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega
433Sport
Í gær

Leicester stal sigrinum gegn Brighton

Leicester stal sigrinum gegn Brighton