Mánudagur 01.mars 2021
433Sport

Þetta eru ástæður þess að Lampard verður rekinn – Endalaus áhugi á Rice pirraði þá sem ráða

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 11:00

Frank Lampard. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard verður rekinn úr starfi sínu hjá Chelsea síðar í dag og Thomas Tuchel tekur við liðinu. Chelsea ákvað að reka Lampard í síðustu viku en létu hann stýra bikarleik um helgina.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi.

Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United. Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

The Athletic fjallar ítarlega um málið en ágreiningur við Marina Granovskaia, stjórnarformann félagsins hefur staðið yfir um langt skeið. Það er sögð ein stærsta ástæða þess að Lampard missir nú starfið.

Því er haldið fram að endalaus áhugi Lampard á að kaupa Declan Rice frá West Ham hafi pirrað þá sem stjórna félaginu.

The Athletic tók saman punkta um það sem varð til þess að Chelsea ákvað að reka Lampard.

Ástæður þess að Lampard var rekinn:
Samband Lampard við stjórnarformanninn, Marina Granovskaia var slæmt.
Chelsea bauð Ralf Rangnick starfið til fjögurra mánaða í síðustu viku, hann hafnaði því.
Tapið gegn Leicester varð til þess að Lampard var rekinn, degi eftir tapið byrjaði félagið að leita að nýjum stjóra.
Chelsea hefur síðustu vikur haft samband við Julian Nagelsmann þjálfara Leipzig um að taka við.
Lampard þakkaði leikmönnum fyrir sitt framlag eftir tapið gegn Leicester.
Petr Cech sá um að ræða við umboðsmenn um slaka spilamennsku þeirra.
Leikmenn kvörtuðu undan því að taktískur undirbúningur væri lítill og að Lampard talaði ekki við þá í fleiri mánuði.
Það pirraði yfirmenn Lampard að hann var alltaf að reyna að kaupa Declan Rice.
Hann tapaði klefanum með því að sýna enga auðmýkt og gagnrýna þá opinberlega.
Lampard hefði sagt upp störfum ef hann væri ekki að stýra Chelsea.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótanir á hótanir ofan um helgina – Segir Jón Kaldal framtakslausan: „Það má alveg kalla þetta hótun“

Hótanir á hótanir ofan um helgina – Segir Jón Kaldal framtakslausan: „Það má alveg kalla þetta hótun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs
433Sport
Í gær

Auðveldur sigur Tottenham

Auðveldur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Manchester United missti af Håland vegna magnaðs misskilnings

Manchester United missti af Håland vegna magnaðs misskilnings
433Sport
Í gær

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann
433Sport
Í gær

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir