Þriðjudagur 02.mars 2021
433Sport

Elísabet pirruð eftir að viðræður um landsliðsþjálfarastarfið fóru í vaskinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki næsti kvennalandsliðsþjálfari, frá þessu greinir hún í viðtali við Fótbolta.net.

Elísabet hafði átt í viðræðum við KSÍ um að taka við landsliðinu. Jón Þór Hauksson sagði starfi sínu lausu undir lok síðasta árs.

Elísabet stýrir Kristianstad í Svíþjóð og vildi ekki segja starfi sínu lausu skömmu fyrir mót, til þess að taka við landsliðinu.

„Þau höfðu samband í janúar og þá var ég búin að skrifa undir samning hér. Ég túlkaði þetta eins og það væri vilji til að finna lausn á þessu. Á fimmtudaginn voru þau komin í hring með það að það gengi ekki að gera þetta saman í ár og ég yrði að hætta hérna innan þriggja mánaða. Að koma með það sem skilmála 20. janúar er of seint. Ég er ekki þannig, hvorki sem manneskja né þjálfari, að labba frá liðinu þegar ég er búin að standa fyrir framan liðið og ræða markmið og strategíu fyrir árið. Ég get bara ekki gert það. Þar af leiðandi var það nei af beggja hálfu,“ sagði Elísabet við Fótbolta.net.

Elísabet er pirruð með þessa lendingu, hún hafi viljað taka við landsliðinu og láta af störfum hjá Kristianstad undir lok árs.

„Ég er drullusvekkt með þetta. Svona er þetta. Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi. Ég hlýt að hafa mistúklað þetta brjálæðislega því mér fannst okkar viðræður vera þannig að við værum að finna lausn á þessu. Ég held að sá vilji hafi ekki endilega verið til staðar. Maður verður að bera virðingu fyrir því og vona að þeir ráði góaðn mann í starfið. Þetta er rosalega spennandi lið að þjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykilmaður Leicester slapp með skrekkinn – Verður þó frá í sex vikur

Lykilmaður Leicester slapp með skrekkinn – Verður þó frá í sex vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Zlatan meiddur og mætir ekki aftur á Old Trafford

Zlatan meiddur og mætir ekki aftur á Old Trafford
433Sport
Í gær

Átt þú 940 milljónir? – Neville var að setja húsið sitt á sölu

Átt þú 940 milljónir? – Neville var að setja húsið sitt á sölu
433Sport
Í gær

Safnar mottu til minningar um Steina Gísla – „Þess vegna tek ég þátt og vona að fleiri geri það“

Safnar mottu til minningar um Steina Gísla – „Þess vegna tek ég þátt og vona að fleiri geri það“
433Sport
Í gær

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick Pedersen fékk rautt spjald – Markasúpa í Breiðholtinu

Lengjubikarinn: Patrick Pedersen fékk rautt spjald – Markasúpa í Breiðholtinu