Mánudagur 08.mars 2021
433Sport

Sökuð um að hafa eytt stórum fjárhæðum af kreditkorti Maradona eftir dánardag hans – „Þetta er lygi“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 09:00

Diego Armando Maradona / Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið fjaðrafok er uppi í Argentínu núna eftir að Rocio Oliva, fyrrverandi unnusta Maradona, var sökuð um að hafa eytt stórum fjárhæðum af kreditkorti argentínsku goðsagnarinnar eftir að hann lést.

„Það sáust færslur á kreditkortareikningi Maradona nokkrum dögum eftir að hann lést. Við erum að tala um stórar fjárhæðir. Það liggur grunur á að hún hafi notfært sér ástandið og eytt peningum þangað til kortið var gert ógilt,“ segir heimildarmaður sem er náinn fjölskyldu Maradona.

Maradona, lést í nóvember á síðasta ári, þá 60 ára að aldri. Rociu, fyrrverandi unnustu hans var meinað að vera viðstödd jarðarför hans. Maradona á áður að hafa beðið Interpol um að handataka Rocio fyrir að hafa stolið af sér skartgripum og úrum.

Rocio, segir að Maradona hafi gefið henni nokkur kreditkort á sínu nafni en að það sé lygi að hún hafi notað þau eftir dauðdaga hans.

„Þetta er lygi, ég notaði ekki kortin eftir að hann lést,“ sagði Rocio

Rocio Olivia, fyrrverandi unnusta Maradona

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra
433Sport
Í gær

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega
433Sport
Í gær

Leicester stal sigrinum gegn Brighton

Leicester stal sigrinum gegn Brighton