Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Sagði honum að skammast sín – „Millimetrum frá því að missa augað“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 18:39

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættulegt atvik átti sér stað í leik Middlesbrough og Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í dag. Dael Fry, leikmaður Middlesbrough, var „millimetrum frá því að missa augað,“ samkvæmt Neil Warnock knattspyrnustjóra liðsins.

Atvikið átti sér stað á 14. mínútu þegar Fry varð fyrir hættusparki frá Jarrad Branthwaite, leikmanni Blackburn. Spark Branthwaite fór beint í andlitið á Fry.

„Læknirinn segir að hann hafi verið millimetrum frá því að missa augað,“ sagði Neil Warnock á blaðamannafundi eftir leik.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blackburn en Warnock segir að það hafi ekki skipt neinu máli í ljósi atvika. Um klárt óviljaverk var að ræða af hálfu Branthwiate en Warnock lét hann heyra það í leikslok.

„Þetta atvik breytir leiknum, eftir það skiptu úrslitin ekki neinu máli. Ég tel að þetta hafi verið óviljaverk en hann er að stefna öryggi leikmannsins í hættu,“ sagði Warnock.

GettyImages

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Fastir pennarSport
Fyrir 8 klukkutímum
Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjónvarpsgláp nýttist Gylfa Þór heldur betur síðustu helgi

Sjónvarpsgláp nýttist Gylfa Þór heldur betur síðustu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Foreldrarnir vildu gleðja son sinn – Endaði með fána hryðjuverkasamtaka á veggnum

Foreldrarnir vildu gleðja son sinn – Endaði með fána hryðjuverkasamtaka á veggnum
433Sport
Í gær

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið
433Sport
Í gær

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma
433Sport
Í gær

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“
433Sport
Í gær

Dortmund hefur sett verðmiða á Haaland í sumar

Dortmund hefur sett verðmiða á Haaland í sumar