Mánudagur 01.mars 2021
433Sport

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 21:00

Mikel Arteta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun, framherji Arsenal, var ekki í leikmannahóp liðsins í 1-0  tapi gegn Southampton í enska bikarnum í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang, átti að leiða sóknarlínu Arsenal í leiknum en þurfti að draga sig úr hópnum nokkrum klukkustundum fyrir leik af persónulegum ástæðum. Eddie Nketiah, leiddi sóknarlínu liðsins í leiknum.

Þá virtist ekki vera pláss fyrir Balogun í leikmannahópnum en það var pláss fyrir tvo markverði á varamannabekk liðsins, Rúnar Alex og Mat Ryan.

Fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Southampton og Arsenal birti Balogun myndband á samfélagsmiðlinum Twitter af sér skora mark fyrir varalið Arsenal. Það mætti túlka þetta sem beint skot á knattspyrnustjóra Arsenal, þar sem að þeim gekk erfiðlega að skora mörk í leiknum.

Balogun er 19 ára gamall og líklegt þykir að hann yfirgefi Arsenal næsta sumar en hann er að renna út á samning hjá Lundúnaliðinu.

Balogun hefur fengið tækifæri með aðalliði Arsenal í Evrópudeildinni og enska deildarbikarnum á leiktíðinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíu ríkustu eigendurnir – Ótrúlegar upphæðir á bankabókinni

Tíu ríkustu eigendurnir – Ótrúlegar upphæðir á bankabókinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikir dagsins – Taplaus Tuchel fær útivallarmeistara United í heimsókn

Leikir dagsins – Taplaus Tuchel fær útivallarmeistara United í heimsókn
433Sport
Í gær

Enn einn VAR skrípaleikurinn – Mark dæmt af og aftur dæmt gilt og aftur dæmt af

Enn einn VAR skrípaleikurinn – Mark dæmt af og aftur dæmt gilt og aftur dæmt af
433Sport
Í gær

Þrumaði boltanum í slána af vítapunktinum

Þrumaði boltanum í slána af vítapunktinum
433Sport
Í gær

Fylkir og Breiðablik skildu jöfn – Fjögur mörk á 15 mínútum

Fylkir og Breiðablik skildu jöfn – Fjögur mörk á 15 mínútum
433Sport
Í gær

Aguero snýr aftur – Kevin De Bruyne byrjar

Aguero snýr aftur – Kevin De Bruyne byrjar