Miðvikudagur 03.mars 2021
433Sport

Hræðileg tölfræði Trent Alexander-Arnold í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold átti eins og margir leikmenn Liverpool mjög slæman leik þegar liðið tapaði gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það sem gerir sigurinn enn sérstakari er sú staðreynd að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 1.369 daga. Síðasta tap Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld kom á móti Crystal Palace í apríl árið 2017.

Síðan þá hafði Liverpool leikið 69 leiki á heimavelli í deildinni. Unnið 55 leiki og gert 13 jafntefli, hreint út sagt ótrúleg taplaus hrina leikja sem er nú komin á enda.

Trent Alexander-Arnold reyndi 18 fyrirgjafir úr opnum leik gegn Burnley en enginn af þeim heppnaðist. Hann er eini leikmaður deildarinnar sem hefur reynt 12 eða fleiri fyrirgjafir úr opnum leik síðustu fimm árin, án þess að nokkur hafi heppnast.

Trent var einn besti leikmaður Liverpool í fyrra þegar liðið varð enskur meistari en í ár hefur hann upplifað erfiða tíma. Trent tók þrjár hornspyrnur í leiknum en ein af þeim rataði á samherja, í heildina gaf hann boltann fyrir í 21 skipti og aðeins ein af þeim rataði á samherja.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenska undrabarnið á borði þeirra stærstu – Gerist eitthvað í sumar?

Íslenska undrabarnið á borði þeirra stærstu – Gerist eitthvað í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefst upp á enska landsliðinu ef hann er ekki í næsta hóp

Gefst upp á enska landsliðinu ef hann er ekki í næsta hóp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víðir hugsi eftir niðurstöðu helgarinnar: „Að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða til árs­ins 2023

Víðir hugsi eftir niðurstöðu helgarinnar: „Að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða til árs­ins 2023
433Sport
Í gær

Real Madrid og Real Sociedad skildu jöfn

Real Madrid og Real Sociedad skildu jöfn