fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Heiðarlegur Klopp: „Það er alltaf mér að kenna þegar illa gengur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley vann í gær magnaðan 1-0 sigur á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool. Það sem gerir sigurinn enn sérstakari er sú staðreynd að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 1.369 daga.

Síðasta tap Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld kom á móti Crystal Palace í apríl árið 2017.

Síðan þá hafði Liverpool leikið 69 leiki á heimavelli í deildinni. Unnið 55 leiki og gert 13 jafntefli, hreint út sagt ótrúleg taplaus hrina leikja sem er nú komin á enda.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var heiðarlegur í sinni nálgun eftir leikinn og tók tapið á sig. „Það var ómögulegt að tapa en okkur tókst það, en það er mér að kenna. Það er á minni ábyrgð að leikmennirnir hafi sjálfstraust og taki réttar ákvarðanir,“ sagði Klopp en Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð.

„Við komum boltanum á rétta staði en tókum ekki réttar ákvarðanir, við verðum að leggja meira á okkur og taka betri ákvarðanir.“

„Það er alltaf mér að kenna þegar illa gengur, þegar vel gengur er það leikmönnum að þakka. Þeir taka mín skilaboð, ef ég kem því á hreint hvaða hreyfingar eiga að koma og við gerum það ekki. Þá verð ég að koma skilaboðum mínum betur til skila.“

Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Í gær

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls