Þriðjudagur 02.mars 2021
433Sport

Heiðarlegur Klopp: „Það er alltaf mér að kenna þegar illa gengur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley vann í gær magnaðan 1-0 sigur á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool. Það sem gerir sigurinn enn sérstakari er sú staðreynd að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 1.369 daga.

Síðasta tap Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld kom á móti Crystal Palace í apríl árið 2017.

Síðan þá hafði Liverpool leikið 69 leiki á heimavelli í deildinni. Unnið 55 leiki og gert 13 jafntefli, hreint út sagt ótrúleg taplaus hrina leikja sem er nú komin á enda.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var heiðarlegur í sinni nálgun eftir leikinn og tók tapið á sig. „Það var ómögulegt að tapa en okkur tókst það, en það er mér að kenna. Það er á minni ábyrgð að leikmennirnir hafi sjálfstraust og taki réttar ákvarðanir,“ sagði Klopp en Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð.

„Við komum boltanum á rétta staði en tókum ekki réttar ákvarðanir, við verðum að leggja meira á okkur og taka betri ákvarðanir.“

„Það er alltaf mér að kenna þegar illa gengur, þegar vel gengur er það leikmönnum að þakka. Þeir taka mín skilaboð, ef ég kem því á hreint hvaða hreyfingar eiga að koma og við gerum það ekki. Þá verð ég að koma skilaboðum mínum betur til skila.“

Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Liverpool komnir aftur á sigurbraut

Liverpool komnir aftur á sigurbraut
433Sport
Í gær

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United