Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Arsenal staðfestir kaup á markverði sem veitir Rúnari mikla samkeppni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mat Ryan hefur gengið í raðir Arsenal á láni frá Brighton, þessi 28 ára markvörður verður hjá félaginu út þessa leiktíð.

Ryan er landsliðsmaður frá Ástralíu en hann hefur spilað 124 leiki fyrir Brighton eftir að hann kom til félagsins árið 2017.

„Mat er markvörður með reynslu, hann hefur sannað sig í deildinin og hefur spilað með landsliði sínu. Mat styrkir hóp okkar,“
sagði Edu tæknilegur ráðgjafi Arsenal.

Arsenal hefur leitað að markverði í janúar til að veita Bernd Leno samkeppni, Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið keppinautur Leno síðustu mánuði.

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal hefur verið á milli tannana á fólki eftir mistök sín gegn Manchester City fyrir jól. Rúnar Alex fékk þá tækifæri í stórleik og gerði mistök sem reyndust dýrkeypt þegar Arsenal féll úr leik í deildarbikarnum. Áður hafði Rúnar spilað í Evrópudeildinni og staðið sig vel.

Rúnar kom til Arsenal í sumar frá Dijon en líkur eru á að Arsenal láni hann á næstu dögum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonir Liverpool verða alltaf minni og minni – Fleiri félög bætast í baráttuna um Wijnaldum

Vonir Liverpool verða alltaf minni og minni – Fleiri félög bætast í baráttuna um Wijnaldum
433Sport
Í gær

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli
433Sport
Í gær

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði