Mánudagur 01.mars 2021
433Sport

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 10:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason hefur verið valinn til þess að taka þátt í þýsku útgáfunni af Allir geta dansað
Þættirnir eru upprunalega frá Bretlandi og nefnast Dancing with the stars, en þættirnir eru sýndir um heim allan.

Þættirnir munu hefjast í febrúar og verða sýndir á sjónvarpsstöðinni RTL en þátturinn er Íslendingum góðkunnugur en þar keppa frægir einstaklingar til sigurs með atvinnudansara sér við hlið.

Rúrik lagði skóna á hilluna á síðasta ári og er að prufa sig áfram með hina ýmsu hluti. „Ég ákvað að vera dálítið opinn fyrir nýjungum. Það eru allskonar hugsanir sem gætu verið að bremsa mann af og maður gæti alltaf verið í einhverju „safe zone“ úti á golfvelli eins og Logi gerir nú, en þetta er ákveðið „challenge.“ Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland; Þetta er bara dálítið út fyrir þægindarammann,“ sagði Rúrik í viðtali við K100.

Rúrik segist ekkert kunna að dansa og að þeta. „Ég veit ekkert hvort ég kunni að dansa eða jú eiginlega ég veit alveg að ég kann ekkert að dansa og ég veit ekkert hvort ég kunni eitthvað að leika og ég veit ekkert hvort ég kunni eitthvað að syngja en mér finnst þetta allt ógeðslega gaman og er alveg til í að prófa hitt og þetta. Mér fannst alveg ótrúlega gaman að taka þátt í þessari bíómynd,“ segir Rúrik.

„Mér líður miklu betur inn á fótboltavelli heldur en inn á dansgólfi en ég hef ekkert verið neitt sérstaklega hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Þetta er klárlega liður í því að opna þekkingarsviðið hjá manni og læra eitthvað nýtt og vera svolítið „open minded“ fyrir nýjungum.“

Rúrik var ekki til í þetta til að byrja með en ræddi við gesti og gangandi um tilboðið frá Þýskalandi.

„Fyrst þegar þetta kemur upp þá viðurkenni ég það að ég brást ekkert sérlega vel við. Umboðsmaðurinn minn ber þetta inn á borð hjá mér og segir að það sé búið að bjóða mér að taka þátt í þessu og meira að segja var mér boðið að taka þátt í þessu í fyrra og umboðsmaðurinn minn sá þetta bara sem verkefni og hún þarf að fá laun og svona og hún skildi bara ekki að ég gat ekki tekið þátt í þessu á meðan ég var að spila fótbolta,“ 

„Þannig að ég viðurkenni það að mér fannst þetta ekkert sérstaklega spennandi í byrjun en svo ákvað ég svona að spyrja fólkið í kringum mig, sérstaklega stráka sem ég spilaði með úti í Þýskalandi og það voru einróma jákvæð viðbrögð í garð þessara þáttar. Þetta er víst mjög vinsælt þarna úti, að mér skilst bara lang vinsælasti sjónvarpsþátturinn með lang mesta áhorfið þannig að þetta er bara spennandi.“

Rúrik hefur einnig leikið í bíómynd hér á landi sem kemur út síðar í ár og er að gefa út lag.

Viðtalið má heyra í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann
433Sport
Í gær

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir
433Sport
Í gær

Þór/KA og Stjarnan með sigra í Lengjubikarnum

Þór/KA og Stjarnan með sigra í Lengjubikarnum
433Sport
Í gær

Rúrik dansar sig inn í hjörtu Þjóðverja – Sjáðu dansinn

Rúrik dansar sig inn í hjörtu Þjóðverja – Sjáðu dansinn
433Sport
Í gær

Topplið Manchester City sigraði spútniklið West Ham

Topplið Manchester City sigraði spútniklið West Ham
433Sport
Í gær

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Bruno Fernandes verði ekki leikmaður ársins

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Bruno Fernandes verði ekki leikmaður ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan gekk á dyr og sagði honum upp – Ástæðan hreint ótrúleg

Ofurfyrirsætan gekk á dyr og sagði honum upp – Ástæðan hreint ótrúleg
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alfreð æfir einn og óvíst er hvenær hann snýr aftur

Alfreð æfir einn og óvíst er hvenær hann snýr aftur