Laugardagur 06.mars 2021
433Sport

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 18:22

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsené Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, telur að hungrið hjá Mesut Özil í að spila aftur knattspyrnu sé mjög mikið. Özil er við það að semja við tyrkneska liðið Fenerbache.

Özil var ekki í náðinni hjá Mikel Arteta, núverandi knattspyrnustjóra Arsenal og spilaði síðast knattspyrnuleik fyrir liðið í mars árið 2020. Özil komst nýverið að samkomulagi við enska félagið um riftun á samningi sínum og hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins.

„Ég er handviss um að hann sé pirraður á því að hafa ekkert spilað. Hann hlýtur að vera mjög hungraður í að spila knattspyrnu aftur,“ sagði Wenger í viðtali á Bein Sport.

Wenger fékk Özil til Arsenal á sínum tíma frá spænska liðinu Real Madrid. Özil spilaði 254 leiki fyrir Arsenal, skoraði 44 mörk og gaf 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

„Ef að líkamlegt form hans er gott þá mun það aðeins taka hann þrjá til fjóra leiki að ná fram sínu besta. Mesut er þannig leikmaður að hann þarf hlýlegt umhverfi og ég trúi því að hann geti ekki fundið betri stað en Tyrklandi til þess,“ sagði Wenger um sinn fyrrum leikmann.

Hinn 32 ára gamli Özil, spilar sem framliggjandi miðjumaður. Hann er í miklum metum hjá Arsené Wenger.

„Mesut er hægt að líkja við sinfóníu. Hann er leikmaður sem spilar boltanum á nákvæmlega rétta augnablikinu. Tímasetning sendinga hans er yfirburðar ásamt sköpunargáfunni í sendingunum hans. Í öllum aðstæðum sem hann mætir, kemur hann með rétta svarið,“ sagði Arsene Wenger um Mesut Özil

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Barði bíla með hamri
433Sport
Í gær

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti
433Sport
Í gær

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið