Laugardagur 06.mars 2021
433Sport

Þurfa að greiða Íslandsvini um 200 milljónir – Ráku hann eftir ölvunarakstur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derby County þarf að greiða Richard Keogh tæpar 2 milljónir punda eftir að félagið rifti samningi hans undir lok árs 2019.

Lögreglan var kölluð til eftir að Range Rover og Mercedes bifreið skullu saman árið 2019.

Það voru þeir Mason Bennett og Tom Lawrence leikmenn Derby sem voru undir stýri, þeir voru að koma úr gleðskap með leikmönnum Derby.

Ricard Keogh, þá fyrirliði Derby fór verst út úr atvikinu en hann sat aftur í Range Rover bifreið, Lawrence. Hann er brákaður á hendi og alvarlega meiddur á hné.

Keogh var frá í heilt ár vegna þess og ákvað Derby að rifta samningi hans, ólöglegt samkvæmt nýjasta dómi en Derby skoðar að áfrýja málinu. Keogh er í dag á mála hjá MK Dons

Málið vakti mikla athygli en Keogh var sem farþegi var rekinn en þeir sem höfðu keyrt ölvaðir, fengu aðeins sekt frá félaginu.

Keogh er Íslandsvinur en hann lék með Víkingi Reykjavík árið 2004 þegar hann til félagsins á láni frá Stoke.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni
433Sport
Í gær

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld