fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Ræddu landsliðið og eftirpartýið sem var í Leifsstöð – „Svona mikið hefur umhverfið breyst“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 14:58

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands sat fyrir svörum hjá Hjörvari Hafliðasyni í Dr. Football í dag. Arnar ræðir um nýtt starf sitt og sínar hugmyndir.

Í upphafi þáttar gerir Arnar upp feril sinn sem leikmaður, hann var farsæll atvinnumaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands.

Hann segir umhverfið í kringum landsliðið á sínum tíma hafa verið þannig að atvinnumenn hafi verið að koma inn í áhugamannaumverfi. Menn hafi oftar en ekki slakað á þegar komið var í landsleiki.

„Það var þægilegt að koma heim, við komum heim og vildum auðvitað vinna og það var heiður að spila fyrir Ísland. Maður kom inn á Hótel Loftleiðir og það var hlaðborð í hverju hádegi, lambalæri og gos með. Lax í forrétt og kökur í eftirrétt, þetta hefur breyst að öllu leiti. Það er svo ekkert leyndarmál, sama staðan var í félagsliði líka. Það var farið á pöbbinn eftir leiki, það var eftir landsleiki líka,“ sagði Arnar Þór

Arnar segir að umhverfið í landsliðinu hafi ekki verið gott. „Við vorum komnir miklu lengra en umhverfið, það er erfitt að vera þjálfari með atvinnumönnum þegar þú þekkir ekki það umhverfi.“

Hjörvar rifjaði svo upp „eftirpartý“ eins og hann orðaði það sem var í Leifstöð árið 2001, Ísland vann þá sigur á Tékklandi á Laugardalsvelli og leikmenn fengu sér í glas að leik loknum. Fjórum dögum síðar var leikur við Norður-Írland og var haldið til Bretlands, degi síðar.

„Ég verð samt að taka það fram, þetta var á þeim tíma mjög stór sigur. Við vorum að fara að spila við Norður-Írland, þetta var eitt af fáum skiptum sem menn voru að fá sér á milli leikja. Svona mikið hefur umhverfið breyst, sem betur fer hefur þetta allt breyst. Þetta eru hlutir sem þróast, ef þú myndir reyna þetta í dag sem leikmaður. Þú myndir endast í tvö ár, fótboltinn hefur breyst svo mikið,“ sagði Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar