Antoniu Luna fyrrum leikmaður Aston Villa hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að taka upp kynlífsmyndband.
Luna og félagi hans Sergi Enrich léku með Eibar árið 2016, myndband af þeim í trekanti með konu fór á netið.
Þar sáust þeir prófa sig áfram í hinum ýmsu hlutum, þeir báðust afsökunar en sögðu myndbandið vera einkamál.
Málið hefur verið í dómskerfinu á Spáni og voru þeir félagar dæmdir í fangelsi í vikunni, atvikið var tekið upp á myndband og sendi Luna það á vini og vandamenn í gegnum Whatsapp.
Þeir þurfa báðir að borga stúlkunni 8,500 pund í sekt fyrir atvikið. Luna leikur í dag með Girona en hann lék með Aston Villa frá 2013 til 2015.