Mánudagur 08.mars 2021
433Sport

Arsenal horfir til norska undrabarnsins í Real Madrid

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er á meðal þeirra liða sem vilja fá hinn 22 ára gamla, Martin Odegaard, leikmann Real Madrid, til sín á lánssamningi. Þetta herma heimildir The Athletic.

Það er talið að Arsenal hafi byrjað viðræður við Real Madrid í síðustu viku en Arsenal er ekki eina liðið sem vill fá Norðmanninn til liðs við sig. Real Sociedad, liðið sem Odegaard spilaði fyrir á síðasta tímabili, hefur einnig hug á að næla í kappann.

Odegaard er skapandi miðjumaður og má fara frá Real Madrid á láni, Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri liðsins, hefur gefið grænt ljós á það.

„Martin Odegaard, er leikmaður sem forráðamenn Arsenal eru hrifnir af og lánssamningur við leikmanninn myndi létta álagið á Emile Smith Rowe,“ skrifar David Ornstein, virtur blaðamaður um málefni er snerta Arsenal.

Odegaard, gekk til liðs við Real Madrid frá norska liðinu Strömsgödset árið 2015. Hann hefur á sínum ferli einnig spilað með Heerenven, Vitesse og Real Sociedad.

Odegaard var skilgreindur sem undrabarn í knattspyrnu á sínum tíma en hann hefur átt erfitt með að fóta sig hjá Real Madrid eftir komu sína þangað. Hins vegar gekk honum vel hjá Real Sociedad á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 36 leiki, skoraði 7 mörk og gaf níu stoðsendingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir krísuástand hjá Liverpool – „Eru ekki að spila saman sem lið“

Segir krísuástand hjá Liverpool – „Eru ekki að spila saman sem lið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool hefur gengið afleitlega á Anfield undanfarið

Liverpool hefur gengið afleitlega á Anfield undanfarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Bruno Fernandes að hætta láta eins og smábarn

Segir Bruno Fernandes að hætta láta eins og smábarn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Daníel Guðjohnsen sjóðandi heitur með unglingaliði Real Madrid

Daníel Guðjohnsen sjóðandi heitur með unglingaliði Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer hinn magnaði Haaland sömu leið og aðrar stjörnur Dortmund?

Fer hinn magnaði Haaland sömu leið og aðrar stjörnur Dortmund?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ekkert vandamál vera til staðar eftir rifrildi í vikunni – „Þið heyrið þetta bara núna“

Segir ekkert vandamál vera til staðar eftir rifrildi í vikunni – „Þið heyrið þetta bara núna“