fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 08:36

Gary Martin (til hægri). Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin framherji ÍBV nýtur lífsins í Dubai þessa dagana en framherjinn er væntanlegur til lands á næstu vikum. Frá því að tímabilinu lauk hefur þessi enski framherji verið duglegur að ferðast um heiminn.

Gary hóf ferðalag sitt á því að fara til Tenerife í tvígang, í seinni ferð sinni greindist hann með COVID-19 veiruna og var í einangrun á Tenerife um langt skeið.

Framherjinn skellti sér svo til Maldíveyja og er nú loks mættur til Dubai þar sem hann æfir af miklum krafti ef marka má samfélagsmiðla hans.

Í dag var Martin í góðum félagskap á æfingu en hann og Stephan El Shaarawy leikmaður ítalska landsliðsins æfðu saman í hitanum. „Önnur æfing í bankann, það sem er erfitt fyrir mig er auðvelt fyrir El Shaarawy. Ég er á floti,“ skrifar Martin við mynd af þeim félögum.

El Shaarawy leikur í dag í Kína en áður hefur hann spilað með Roma, AC Milan og Monaco ásamt fleiri liðum. El Shaarawy er 28 ára gamall og hefur spilað 28 landsleiki fyrir Ítalíu.

Gary Martin fær aftur það verkefni að reyna að koma ÍBV upp í efstu deild en liðiðinu mistókst að endurheimta sæti sitt á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli