Þriðjudagur 02.mars 2021
433Sport

Fékk magakveisu og varð að komast á klósettið í miðjum leik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Arsenal en leiki var á heimavelli liðsins, Emirates Stadium.

Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang, kom heimamönnum yfir með marki á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Partey.

Bukayo Saka tvöfaldaði síðan forystu Arsenal með marki á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Emile Smith Rowe. Það var síðan Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Arsenal sigur á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Cédric Soares.

Aubameyang var skipt af velli skömmu síðar en það vakti athygli, framherjinn var í dauðadfæri á að skora þrennu. Ástæðan var hins vegar sú að Aubameyang hafði verið með mikinn verk í maga og gat ekki beðið lengur.

Aubameyang hljóp á klósettið og losaði um verkinn áður en hann tók sér sæti á varamannabekknum. Mikel Arteta greindi frá þessu eftir leik. „Það var vesen í maga hans,“ sagði Arteta.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Liverpool komnir aftur á sigurbraut

Liverpool komnir aftur á sigurbraut
433Sport
Í gær

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United