Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez framherji Boca Juniors í Argentínu segir að faðir sinn eigi lítið eftir, heilsa hans hefur hrunið eftir harða og erfiða baráttu við COVID-19 veiruna.

Segundo Raimundo Tevez er fósturfaðir Tevez en gekk honum í föðurstað þegar faðir Tevez lést áður en hann fæddist. Hann er eiginmaður frænku Tevez og sá um að hjálpa við uppeldi hans.

Raimundo fékk COVID-19 veiruna síðasta sumar og var í 45 daga á gjörgæslu vegna þess, hann fékk að fara heim en skömmu síðar lagðist hann aftur inn á spítala.

„Þetta eru hrikalega erfiðir tímar fyrir mig og fjölskylduna, því miður á gamli maðurinn enga möguleika,“ sagði Tevez um stöðuna á föður sínum sem nú á lítið eftir.

„Ég hef unnið 29 titla á ferli mínum sem fótboltamaður en þetta er mér gríðarlega erfitt. Því miður á gamli karlinn enga von, ég sem faðir þarf að útskýra þetta fyrir dætrum mínum. Þetta er mjög erfið staða fyrir alla.“

Raimundo var með undirliggjandi sjúkdóma áður en hann fékk COVID-19, hann er nú á spítala en lífslíkur hans eru litlar.

Carlos Tevez hefur átt magnaðan feril sem knattspyrnumaður með Manchester United, Manchester City, landsliði Argentínu og fleiri liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við
433Sport
Í gær

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann